Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Hallgrímur Mar: Pirrandi að fyrsta frétt var um Viðar Örn
'Maður sér slúttin hans og skottækni á æfingum, þetta er á öðru 'leveli' en hjá öðrum í liðinu okkar.'
'Maður sér slúttin hans og skottækni á æfingum, þetta er á öðru 'leveli' en hjá öðrum í liðinu okkar.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég þrái að hann komist í stand og hjálpi okkur'
'Ég þrái að hann komist í stand og hjálpi okkur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er stærsta nafnið í leikmannahópi KA, fyrrum avinnumaður erlendis og landsliðsmaður. Hann kom inn í leikmannahóp KA skömmu fyrir tímabil.

KA var í mikilli brekku í upphafi móts og sömu sögu má segja af Viðari sem spilaði lítið og var í tvígang utan hóps. Svör þjálfarans voru á þá leið að hann þyrfti að standa sig betur á æfingum.

Seinna skiptið var eftir nokkuð sannfærandi bikarsigur KA gegn Fram en fyrstu fréttir eftir leik snerust meira um fjarveru Viðars en sigur KA.

Hallgrímur Mar Steingrímsson er sennilega næst stærsta nafnið í leikmannahópi KA og var hann til viðtals í Þungavgtinni í gær. Hann var spurður út í Viðar Örn, hvort að sögur um hann og umræðan hafi truflað hópinn. Hallgrímur var einnig spurður hvort að sögurnar af Viðari væru ósannar.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki hugmynd um hvað er í gangi í lífinu hjá Viðari, fyrir utan það sem snýr að fótboltanum. Ég held að það sé margt búið til út af því hvernig karakter hann er og hefur verið djammari í gegnum tíðina, ég held að það viti það allir. Það dæmir það enginn að vera djammari; þegar þú mátt djamma þá djammaru bara. Hann mætir á æfingar og er að komast í gott stand núna. Vonandi verður hann í toppstandi þegar líður á tímabilið."

„Ég veit ekki hvort þetta hafi haft áhrif á hópinn, en það var smá pirrandi um daginn eftir að við unnum Fram í bikarnum, þá var fyrsta frétt um Viðar Örn."
Rætt var um fjarveru Viðars í Mjólkurbikarsmörkunum á RÚV og frétt skrifuð hér á Fótbolta.net í kjölfarið.

Þráir að Viðar komist í stand og hjálpi liðinu
„Hann er að komast í betra stand og getur sýnt meira. Maður sér slúttin hans og skottækni á æfingum, þetta er á öðru 'leveli' en hjá öðrum í liðinu okkar. Ég þrái að hann komist í stand og hjálpi okkur," sagði Hallgrímur.

KA er komið í úrslitaleik bikarsins en Viðar missti af undanúrslitaleiknum á þriðjudag þar sem hann meiddist í síðasta deildarleik gegn HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner