PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   fös 28. júní 2024 21:25
Haraldur Örn Haraldsson
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viðar Örn Kjartansson leikmaður KA var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann 2-1 sigur í dramatískum leik.


„Ég er ekkert eðlilega sáttur að við unnum leikinn. Við erum í þannig stöðu að, þú sérð að sjálfstraustið er að verða meira en það var erfitt að ná fyrsta markinu inn í dag. Það verður svo bara erfiðara og erfiðara eftir því sem tímanum líður, og það er vegna þess að við erum í stöðunni sem við erum í. En ég er ekkert eðlilega sáttur, mér fannst þetta eitt af betri frammistöðum okkar í sumar."

KA spilaði á köflum í þessum leik eiginlega óaðfinnanlega og það var hægt að sjá að menn höfðu gaman af þessu. Eitthvað sem hefur ekki mikið sést hjá KA í sumar.

„Við vorum bara allir á réttum stað, allir 'full focus', að vinna fyrir hvorn annan. Mér fannst allt bara í spilinu í dag frábært, vörnin stóð sig frábærlega og við vorum að gera þetta allt sem lið. Á eðlilegum degi hefðum við unnið með fleiri mörkum, en ég er bara ekkert eðlilega sáttur með strákana í dag. Við vorum að sýna aðeins hvað við getum og nú verðum við bara að bæta í."

Viðar var í færunum í dag en markið kom ekki. Hann er þá ekki enn búinn að skora fyrir KA en frammistaða hans í dag var mjög góð.

„Maður hefur ekki byrjað leik síðan í Apríl og maður er kannski ekki alveg með sama sjálfstraustið fyrir framan markið. Þú þarft kannski bara eitt mark inn, og þá koma fleiri í þokkabót. Ég skoraði eitt þar sem ég var rangstæður, það svona sat aðeins í mér og ég klúðraði einhverjum 2-3 færum þarna. En svona talandi um það þá fannst mér ég gera allt vel í dag fyrir utan að skora, og ég er miklu meira 'fit' núna. Þegar þú ert að fá færin þá er bara tímaspursmál hvenær mörkin fara að dælast inn."

Viðar fann eitthvað til eftir leik og var haltrandi, hann segist hinsvegar ekki hafa miklar áhyggjur af því.

„Þetta truflaði mig allavega ekki mikið í dag, þetta er eitthvað aðeins í vöðvanum og vonandi verður þetta gott fyrir þriðjudaginn næsta. En þetta hefur verið að plaga mig í hnénu í langan tíma. Það var í raun barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina. En það er svona ég get ekki breytt því núna. En ég er gríðarlega sáttur í dag og hefði maður skorað mark hefði maður verið extra sáttur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Viðar nánar um sögusagnirnar sem hafa verið í kringum hann og riftunarákvæðið sem er í samningnum hjá honum.


Athugasemdir
banner
banner