Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mertens tekur eitt ár í viðbót með Galatasaray
Mynd: Heimasíða Galatasaray
Dries Mertens, leikmaður Galatasaray í Tyrklandi, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2025 en þetta tilkynnti félagið í gær.

Belgíski sóknarmaðurinn gerði garðinn frægan hjá PSV Eindhoven og síðar Napoli á ferli sínum.

Mertens er markahæsti leikmaður í sögu Napoli en fyrir tveimur árum samdi hann við Galatasaray í Tyrklandi.

Eftir síðasta tímabil ætlaði Mertens að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril en hefur nú hætt við að hætta.

Galatasaray tilkynnti á heimasíðu sinni að Mertens væri búinn að framlengja samning sinn til 2025 og mun hann þéna um 3 milljónir evra í árslaun.

Mertens er 37 ára gamall og spilaði alls 109 landsleiki og skoraði 21 mark á ellefu ára landsliðsferli sínum með Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner