Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 10:12
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag búinn að skrifa undir nýjan samning til 2026 (Staðfest)
Erik ten Hag með bikarinn.
Erik ten Hag með bikarinn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hollendingurinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United til 2026. Fyrrum samningur hans, sem hann undirritaði þegar hann tók við liðinu 2022, átti að renna út á næsta ári.

Undir stjórn Ten Hag hefur Manchester United unnið tvo bikara á tveimur árum.

„Ég er virkilega ánægður með að hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Ef við horfum til baka getum við með stolti horft á þessa tvo bikarsigra og framþróun í mörgu. En það er ljóst að það er samt mikil vinna framundan," segir Ten Hag.

United hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta ári Ten Hag og þá lauk sex ára bið eftir titli þegar liðið vann Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins. Liðið tímabil var mun erfiðara en þá endaði United í áttunda sæti og komst ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sigur gegn Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins 2-1 hefur líklega bjargað starfi Hollendingsins.


Athugasemdir
banner
banner