Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað
Powerade
Joao Neves, ungur miðjumaður Benfica.
Joao Neves, ungur miðjumaður Benfica.
Mynd: EPA
Calafiori var frábær í vörn ítalska landsliðsins á EM.
Calafiori var frábær í vörn ítalska landsliðsins á EM.
Mynd: Getty Images
Barcelona vill Olmo.
Barcelona vill Olmo.
Mynd: EPA
Atalanta er að fá Zaniolo.
Atalanta er að fá Zaniolo.
Mynd: Getty Images
Dan Ashworth hefur hafið störf hjá Manchester United og hann ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum. Hér er slúðurpakki dagsins þar sem ýmislegt áhugavert má finna.

Manchester United vill styrkja miðsvæði sitt og er með brasilíska landsliðsmanninn Joao Gomes (23) hjá Wolves, portúgalska táninginn Joao Neves (19) og úrúgvæska varnartengiliðinn Manuel Ugarte (23) á blaði hjá sér. (Mirror)

Þá hefur United áhuga á miðvörðunum Matthijs de Ligt (24) hjá Bayern München og Jarrad Branthwaite (22) hjá Everton auk hollenska sóknarmannsins Joshua Zirkzee (23) hjá Bologna. (Mirror)

Manchester United hefur áhuga á að fá spænska bakvörðinn Sergio Reguilon (27) aftur til félagsins frá Tottenham. Hann var á láni á Old Trafford fyrri hluta síðasta tímabils. (AS)

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (25) fer væntanlega með Napoli í æfingaferð í næstu viku. Fjallað hefur verið um áhuga Manchester United, Chelsea og Arsenal á honum. (Football Italia)

Manchester United myndi íhuga stórt tilboð í Bruno Fernandes (29) en búist er við að portúgalski miðjumaðurinn skrifi undir nýjan samning á Old Trafford. (Mirror)

Bologna hafnaði 47 milljóna evra (40 milljóna punda) tilboði Arsenal í ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori (22). Bologna vill að minnsta kosti 50 milljónir evra . Chelsea hefur einnig áhuga. (Corriere dello Sport)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (23) gæti farið frá Arsenal í sumar en Real Madrid hefur áhuga. (Mirror)

West Ham íhugar að gera nýtt tilboð í franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo (24) hjá Nice eftir að 25 milljóna punda tilboði var hafnað. (Mail)

Barcelona vill fá spænska framherjann Dani Olmo (26) frá RB Leipzig og er að reyna að setja saman greiðsluáætlun til að uppfylla 60 milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans. (90 mín)

Brasilíski kantmaðurinn Willian (25) hefur hafnað tilboði um nýjan samning hjá Fulham. Félög í Sádi-Arabíu og Tyrklandi hafa áhuga á honum. (Mail)

Everton hefur áhuga á kamerúnska varnarmanninum Jackson Tchatchoua (22) en Hellas Verona vill fá 7 milljónir punda fyrir hann. (TuttoMercatoWeb)

Atalanta er að fá ítalska miðjumanninn Nicolo Zaniolo (25) á láni frá Galatasaray með kaupskyldu. (Gazzetta dello Sport)

Barcelona væri tilbúið að selja úrúgvæska varnarmanninn Ronald Araujo og brasilíska kantmanninn Raphinha í sumar til að fá Nico Williams (21), sóknarleikmann Athletic Bilbao og spænska landsliðsins. (SportsMole)

Chelsea hefur mikinn áhuga á brasilíska varnarmanninum Murillo (21) hjá Nottingham Forest en finnst 60 milljóna punda verðmiðinn á honum of hár. (Fótbolti London)

Conor Gallagher (24) ára, miðjumaður Chelsea vill helst ekki flytja til að ganga til liðs við Aston Villa.Hhann bíður eftir hugsanlegum nýjum samningi á Stamford Bridge. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner