Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa opnar viðræður við Chelsea um Gallagher
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur opnað viðræður við Chelsea um kaup á enska miðjumanninum Conor Gallagher.

Chelsea er reiðubúið að selja Gallagher í sumar þrátt fyrir að hafa verið með bestu mönnum liðsins á síðustu leiktíð.

Enska félagið verðmetur Gallagher á 50 milljónir punda og samkvæmt Guardian hefur Aston Villa nú opnað viðræður við félagið.

Villa er þó enn að vega og meta hvort það geti borgað uppsett verð, en samkvæmt fréttinni er talið líklegt að það gangi að verðinu og klári kaupin á næstu vikum.

Gallagher, sem er 24 ára gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner