Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea til í að berjast við Arsenal - Þrír miðverðir orðaðir við Man Utd
Powerade
Benjamin Sesko er einn mest spenanndi framherji heims.
Benjamin Sesko er einn mest spenanndi framherji heims.
Mynd: EPA
Hærri laun takk.
Hærri laun takk.
Mynd: EPA
Todibo til United?
Todibo til United?
Mynd: EPA
Solskjær að taka við Besiktas?
Solskjær að taka við Besiktas?
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn í dag er pakkfullur af áhugaverðum molum. Það er BBC sem tekur saman það helsta og pakkinn er í boði Powerade.



Arsenal horfir til Girona þar sem skotmarkið er Viktor Tsygankov (26) ára úkraínskur vængmaður. Hann er einnig skotmark AC Milan. (Sport)

Chelsea hefur trú á því að félagið geti barist við Arsenal um að fá Benjamin Sekso (21) framherja RB Leipzig. (Standard)

Julian Alvarez (24) framherji Man City er á óskalista Atletico Madrid. (Marca)

Man Utd hefur áhuga á þremur miðvörðum; Jarrad Branthweite (21) hjá Everton, Gleison Bremer (27) hjá Juventus og Jean-Clair Todibo (24) hjá Nice. (Football Insider)

West Ham er að reyna skáka Leverkusen í baráttunni um Aleix Garcia (26) sem er miðjumaður Girona. (Guardian)

Hamrarnir vilja einnig fá Jota Silva (24) semer vængmaður Vitoria Guimaraes. (Teamtalk)

Tottenham er opið fyrir því að Djed Spence (23) gangi alfarið í raðir Genoa eftir að hafa spilað vel þar á láni frá Spurs. (Romano)

Tosin Adarabioyo (26) er á leið til Chelsea frá Fulham og er búinn með læknisskoðun hjá þeim bláu. (Mail)

Man Utd mun ræða við Jadon Sancho (24) áður en framtíð hans verður ákveðin. (ESPN)

Dortmund vill halda Sancho hjá sér en hefur ekki efni á að kaupa hann. United er sagt vilja fá um 50 milljónir fyrir enska vængmanninn. (Talksport)

Birmingham hefur rætt við Frank Lampard um stjórastöðuna hjá félaginu. Lampard hefur einnig rætt við Burnley. (Football Insider)

Alan Pardew, fyrrum stjóri Newcastle, segist hafa áhuga á því að taka við Burnley. (Talksport)

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, er á óskalista Besiktas. Solskjær hefur ekki stýrt liði frá því að hann var rekinn frá United í nóvember 2021. (Mirror)

Nacho (34) fyrirliði Real Madrid mun ræða við félagið um framtíð sína. Samningur hans rennur út í sumar. (Athletic)

Tim Ream (36) varnarmaður Fulham er í viðræðum við Charlotte FC í MLS deildinni. (ESPN)

Florian Wirtz (21) leikmaður Leverkusen hefur ýtt öllum sögum um framtíð sína til hliðar. Hann er einbeittur á EM sem fram fer í heimalandinu í sumar. (Sky Sports í Þýskalandi)

Aston Villa og Atletico Madrid vilja bæði fá Connor Gallagher (24) frá Cheslea. Hann á eitt ár eftir af samningi en Chelsea vill ekki fá minna en 50 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sky Sports)

Bruno Fernandes (29) vill vera á meðal launahæstu leikmanna United. Hann er í viðræðum við félagið um nýjan samning. (Guardian)
Athugasemdir
banner