Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég las það yfir aftur og var með gæsahúð allan tímann"
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Steingrímssynir.
Steingrímssynir.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Þetta er náttúrulega langbesti leikmaður Manchester United. Það þarf ekki einu sinni að ræða það," sagði Sæbjörn Steinke í hlaðvarpinu Enski boltinn í síðustu viku þegar farið var yfir bikarúrslitaleik Man Utd og Man City; leik sem United vann mjög svo óvænt.

Sæbjörn var þar að tala um Bruno Fernandes, fyrirliða Man Utd. Fernandes var valinn leikmaður ársins hjá Man Utd á liðnu tímabili, en hann átti þrátt fyrir það ekki sitt besta tímabil.

„Það er bara rétt. Það hefur skipt miklu máli að hafa Lisandro Martinez og Varane heila. Varane er náttúrulega farinn núna. En heilt yfir er Bruno langmikilvægasti leikmaður United og ég skil ekki þegar maður er að lesa á X að fólk sé að hrauna yfir hann. Ég bara skil það ekki. Hann átti að langflestra mati ömurlegt tímabil en hann endar með því að skora 15 mörk og leggja upp önnur 13," sagði Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, í þættinum.

„Að flestra mati var þetta versta tímabil hans í United. Það voru einhverjar umræður um það um daginn að hann væri á leið burt. Ég veit ekki hvar þú átt að finna einhvern í staðinn fyrir hann. En þeir ætla ekki að selja hann og hann vill ekki fara. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því."

Fernandes skrifaði bréf til stuðningsmanna Man Utd fyrir bikarúrslitaleikinn þar sem hann talaði afar fallega um félagið og þá ást sem hann ber í garð þess.

„Þetta bréf deginum áður var tíu sinnum nettara eftir að við unnum leikinn. Ég las það yfir aftur og var með gæsahúð allan tímann," sagði Hallgrímur Mar, bróðir Hrannars, í þættinum.

„Ég er með gæsahúð núna þegar þú ert að tala um þetta. Eftir á að hyggja var það mjög góð ákvörðun að henda þessu út í kosmósið daginn áður," sagði Hrannar.


Enski boltinn - Úrslitaleikurinn og tímabil Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner