Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 12:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki hrifinn af tímasetningunni og vonar að Þjóðverjar verði með hugann við ÓL
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn vonar að Þjóðverjar verði með hugann við Ólympíuleikana þegar þýska liðið kemur til Íslands.
Landsliðsþjálfarinn vonar að Þjóðverjar verði með hugann við Ólympíuleikana þegar þýska liðið kemur til Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland er í góðri stöðu í riðlinum.
Ísland er í góðri stöðu í riðlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM eftir sigur á Austurríki á Laugardalsvelli í gær. Sigurinn kemur liðinu þremur stigum fyrir ofan Austurríki í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Þýskaland er með tólf stig eftir fjórar umferðir og Ísland er sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Efstu tvö sætin í riðlinum fara beint á EM næsta sumar. Þriðja og fjórða sætið fara í umspil um sæti á mótinu. Þýskaland er öruggt með sæti á EM eftir sigurinn gegn Póllandi í gær.

Tvær umferðir eru eftir; Ísland á eftir að taka á móti Þýskalandi og sækir íslenska liðið Pólland heim.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, var spurður út í stöðuna í riðlinum á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.

„Auðvitað erum við núna yfir í innbyrðisviðureignum gegn Austurríki, en við þurfum allavega þrjú stig í næsta glugga, það er alveg ljóst. Það er markmið að taka þau, hvort sem við tökum þau á móti Þýskalandi eða Póllandi. Við byrjum á móti Þýskalandi, vonandi verða þær komnar með hugann við Ólympíuleikana þegar þær spila á móti okkur," sagði Steini en Þýskaland tekur í kjölfarið á leikjunum tveimur í undankeppni EM þátt í Ólympíuleikunum í París.

Landsliðsþjálfarinn var svo spurður út í tímasetninguna á næsta glugga, spilað er í miðjum júlí þegar undirbúningstímabil vetrardeildanna í Evrópu er að hefjast.

„Þetta er ekki draumatímasetning. Þetta er gluggi sem er frekar skrítinn, leikmenn eru að koma úr sumarfríi. Þetta er gluggi sem held ég að verði ekkert aftur, held það sé í síðasta sinn sem hann verður á þessum tíma. Allar vetrardeildirnar eru í tómu basli út af þessum glugga," sagði Steini.

Ísland á heimaleik gegn Þýskalandi 12. júlí og spilar svo í Póllandi 16. júlí.
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 4 4 0 0 13 - 5 +8 12
2.    Ísland 4 2 1 1 7 - 5 +2 7
3.    Austurríki 4 1 1 2 7 - 7 0 4
4.    Pólland 4 0 0 4 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner
banner
banner