Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ESPN: Solskjær nálgast Besiktas
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Besiktas er samkvæmt heimildum ESPN að nálgast samkomulag við Ole Gunnar Solskjær um að taka við sem stjóri liðsins.

Solskjær hefur ekki verið í stjórastarfi síðan hann var látinn fara frá Manchester United í nóvember 2021.

Það er ekki búið að ná samkomulagi en samkvæmt heimildum ESPN eru menn hjá Besiktas að samkomulag náist.

Hjá United endaði Solskjær með liðið tvö ár í röð í Meistaradeildarsæti, liðið endaði í 2. sæti á eftir Manchester City 2021 og fór í úrslit Evrópudeildarinnar.

Ef Solksjær tekur við þá mun hann mæta Jose Mourinho sem tók við Fenerbahce á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner