Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fer ekki með Southampton upp í úrvalsdeild
Mynd: Getty Images
Skoski miðjumaðurinn Stuart Armstrong yfirgefur Southampton þegar samningur hans rennur út í lok mánaðar. Félagið staðfesti þetta í gær.

Armstrong er 32 ára gamall og kom við sögu í 42 leikjum með Southampton á síðustu leiktíð.

Hann spilaði stóra rullu er liðið komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Félagið tók ákvörðun um að framlengja ekki samning leikmannsins og er hann því á förum.

Armstrong hafði spilað flesta leiki liðsins áður en hann meiddist í lok apríl, en alls lék hann 218 leiki á sex árum sínum hjá félaginu.

Che Adams og Alex McCarthy eru einnig að renna út á samningi en Southampton er að vonast til að framlengja við þá báða.
Athugasemdir
banner
banner