Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjórir leikmenn sem gætu fengið annað tækifæri hjá Chelsea
Enzo Maresca er nýr stjóri Chelsea
Enzo Maresca er nýr stjóri Chelsea
Mynd: Getty Images
Á Romelu Lukaku framtíð hjá Chelsea?
Á Romelu Lukaku framtíð hjá Chelsea?
Mynd: Getty Images
Fjórir leikmenn Chelsea eiga möguleika á nýju upphafi undir stjórn ítalska stjórans Enzo Maresca. Þetta kemur fram í grein Express.

Mauricio Pochettino sendi fjóra leikmenn á lán þegar hann tók við félaginu, en þeir voru ekki hluti af áætlunum hans.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Romelu Lukaku, Armando Broja, Ian Maatsen og Kepa Arizabalaga.

Lukaku, sem er nú 31 árs gamall, hefur eytt síðustu tveimur tímabilum á láni hjá Inter og Roma. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark með Roma, en hann gæti vel bólstrað sóknina hjá Chelsea fyrir komandi tímabil.

Ef það mun reynast ómögulegt að halda Lukaku þá gæti það komið sér vel fyrir Broja.

Albanski sóknarmaðurinn meiddist illa árið 2022 og átti erfitt með að komast að í liði Chelsea á síðustu leiktíð. Hann var lánaður til Fulham seinni hluta tímabilsins, en tókst ekki að skora og fékk takmarkaðar mínútur. Hann gæti fengið tækifærið til að koma ferlinum aftur af stað undir stjórn Maresca.

Vinstri bakvörðurinn Maatsen var sendur til Borussia Dortmund á láni út tímabilið og þar hefur hann látið ljós sitt skína. Hann fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu með Dortmund, en gerði að vísu mistök í báðum mörkum Real Madrid í leiknum.

Dortmund vill kaupa Maatsen í sumar en Maresca gæti viljað halda honum. Ben Chilwell og Marc Cucurella voru ekki allt of sannfærandi á síðasta tímabili og er tækifæri fyrir Maatsen að stela stöðunni.

Að lokum mun Kepa Arrizabalaga snúa aftur til félagsins eftir að hafa eytt síðasta tímabili á láni hjá Real Madrid. Hann var fenginn til félagsins vegna meiðsla Thibaut Courtois en kláraði tímabilið sem þriðji markvörður liðsins.

Pochettino kaus frekar að hafa þá Robert Sanchez og Djordje Petrovic á síðustu leiktíð. Chelsea er að íhuga að kaupa annan markvörð, en félagið gæti haldið Kepa og nýtt fjármagnið í aðrar stöður.
Athugasemdir
banner
banner
banner