Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gætu auðveldlega spilað á hærra getustigi" en framlengja við Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Gróttumennirnir tveir.
Gróttumennirnir tveir.
Mynd: Grótta
Arnar Þór Helgason.
Arnar Þór Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta tilkynnti í dag að þeir Arnar Þór Helgason og Kristófer Melsted væru búnir að framlengja samninga sína við félagið til tveggja ára.

Arnar lék ekkert með Gróttu í vetur en hefur komið við sögu í þremur leikjum það sem af er tímabilsins. Hann er 27 ára varnarmaður og hefur verið fyrirliði Gróttu undanfarin ár. Arnar Þór á að baki 149 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 19 mörk, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2016.

Kristófer er 24 ára bakvörður sem skipti yfir í venslafélagið Kríu í vetur en skipti svo aftur yfir í Gróttu rétt fyrir mót. Hann hefur komið við sögu í fjórum deildarleikjum það sem af er. Hann fór af velli gegn Dalvík/Reyni í síðustu umferð og þá kom einmitt Arnar Þór inn á. Kristófer hefur verið einn af lykilmönnum Gróttuliðsins síðustu ár. Kristófer á að baki 113 leiki fyrir Gróttu en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2016.

Úr tilkynningu félagsins
Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, fagnar því að Arnar og Kristófer hafi framlengt samninga sína við Gróttu: „Arnar Þór og Kristófer eru auðvitað með reynslumestu leikmönnum liðsins og afar mikilvægir hlekkir í hópnum, og því til viðbótar eru þeir Gróttumenn út í gegn. Arnar Þór og Kristófer eru glæsilegir fulltrúar félagsins, innan vallar sem utan, og því er sérstaklega ánægjulegt að framlengja við þá samningana og sjá þá áfram í Gróttutreyjunni.”

Chris Brazell, þjálfari Gróttu, er einnig mjög ánægður með þetta: „Ég held að ég tali fyrir hönd allra í liðinu þegar ég segi að við séum mjög ánægðir að fá Mels og Adda aftur í hópinn. Þeir eru vanmetnir leikmenn sem gætu auðveldlega spilað á hærra getustigi ef þeir vildu. Það sem gerir þá sérstaka er skuldbinding þeirra við Gróttu og eldmóðurinn sem þeir mæta með á æfingar daglega, sem dregur algjörlega saman okkar gildi.”

Samningarnir við Arnar Þór og Kristófer eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins, enda mikilvægir leikmenn og góðar fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn félagsins
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 7 5 2 0 14 - 7 +7 17
3.    Afturelding 7 3 2 2 11 - 13 -2 11
4.    ÍBV 7 2 4 1 13 - 10 +3 10
5.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
6.    Keflavík 7 2 3 2 12 - 6 +6 9
7.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
8.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
9.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
10.    ÍR 7 1 3 3 6 - 14 -8 6
11.    Þróttur R. 7 1 2 4 11 - 12 -1 5
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner