Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Arnar fær nýjan þjálfara (Staðfest)
Mynd: EPA
Lille hefur ráðið nýjan þjálfara því Bruno Genesio er tekinn við liðinu. Paulo Fonseca hefur yfirgefið félagið og er öllum líkindum að taka við AC Milan.

Fonseca var í tvö ár hjá félaginum og stýrði liðinu í 4. sæti frönsku deildarinnar á nýliðnu tímabili. Það sæti gefur Lille sæti í umspilinu fyrir sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

Frakkinn Genesio. sem er 57 ára, var síðast stjóri Rennes en fór frá félaginu í nóvember í fyrra. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Lille. Áður en hann var hjá Rennes stýrði hann Beijing Guoan í Kína og þar á undan Lyon.

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille. Hákon var til viðtals í dag og var hann spurður út í Fonseca í viðalinu. Viðtalið má nálgast hér að neðan.
„Mun aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner