Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane byrjar en Toney fær líka séns gegn Íslandi
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði Englands, mun byrja á föstudag gegn Íslandi í síðasta vináttulandsleiknum fyrir Evrópumótið.

Kane hefur verið að glíma við meiðsli í baki síðustu vikur en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur opinberað það að fyrirliðinn muni byrja á föstudag.

Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, mun líka fá tækifæri til að sanna sig í leiknum en hann er í baráttu um að komast í lokahópinn.

„Toney mun koma við sögu en ég verð að koma Kane í gott stand," sagði Southgate í dag.

Southgate segir að leikurinn við Ísland sé alveg ótrúlega mikilvægur. „Föstudagurinn er ótrúlega mikilvæg æfing fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner