Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski búinn að hafna nokkrum tilboðum frá Barcelona
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Robert Lewandowski, framherji Barcelona, hefur hafnað nokkrum samningstilboðum félagsins á síðustu dögum, en þetta staðfesti Joan Laporta, forseti Börsunga.

Þessi 35 ára gamla 'nía' endaði sem markahæsti leikmaður Barcelona á nýafstaðinni leiktíð.

Hann gerði alls 26 mörk og gaf 9 stoðsendingar en Barcelona reynir nú allt til að halda honum áfram hjá félaginu.

Pólski sóknarmaðurinn á enn tvö ár eftir af samningi sínum, en þrátt fyrir það vill Barcelona gera nýjan samning við hann.

Laporta segir að Lewandowski hafi hafnað nokkrum tilboðum félagsins, en síðustu mánuði hefur hann verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

„Lewandowski hefur hafnað fjárhagslega mikilvægum tilboðum um að vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Laporta.

Þá vill Laporta halda brasilíska framherjanum Vitor Roque, sem er sagður óánægður í herbúðum félagsins eftir að hafa fengið fá tækifæri til að spreyta sig á fyrsta tímabili sínu.

„Hann er að aðlagast okkar veröld, félaginu og nýju umhverfi. Hann er að bara að finna taktinn,“ sagði Laporta um Vitor Roque.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner