Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool og Man Utd bjóða þriðju markvörðunum nýja samninga
Heaton að koma inn á í Meistaradeildinni.
Heaton að koma inn á í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Manchester United og Liverpool vilja halda reynsluboltum innan sinna herbúða því bæði félög hafa boðið þeim markvörðum sem hafa verið í hlutverki þriðja markvarðar hjá félögunum nýjan samning.

Hjá Man Utd hefur Tom Heaton verið í því hlutverki og er hann með samningstilboð á borðinu frá félaginu. Heaton er 38 ára og er uppalinn hjá félaginu. Hann á að baki þrjá landsleiki en hefur aldrei spilað deildarleik fyrir United.

Hann sneri aftur til United fyrir þremur árum og á fyrsta tímabilinu lék hann sinn fyrsta keppnisleik þegar hann kom inn á í Meistaradeildarleik. Á tímabili tvö kom hann við sögu í tveimur bikarleikjum en lék ekkert á nýliðnu tímabili. Andre Onana er aðalmarkvörður United og Altay Bayindir er varamarkvörður.

Liverpool hefur boðið Adrian nýjan samning. Adrian er 37 ára Spánverji sem hefur verið hjá Liverpool síðan 2019. Hann hefur spilað 26 leiki fyrir félagið, langflesta á fyrsta tímabilinu en þá lék hann 18 leiki fyrir félagið. Hann er þriðji kostur hjá félaginu á eftir Alisson og Caoimhin Kelleher.
Athugasemdir
banner
banner
banner