Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Motta skrifar undir hjá Juventus í næstu viku
Mynd: EPA
Thiago Motta verður kynntur sem nýr þjálfari Juventus í næstu viku en þetta segir ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.

Motta kom Bologna í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð og er nú klár í að taka næst skref ferilsins.

Hann hefur náð samkomulagi við Juventus um að stýra liðinu til 2027.

Gengið verður frá samningum á næstu dögum og hann kynntur síðan í næstu viku.

Bologna hefur fundið arftaka Motta en Vincenzo Italiano mun taka við keflinu eftir að hafa stýrt Fiorentina við góðan orðstír síðustu þrjú ár.
Athugasemdir
banner
banner