Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepe framlengir ekki en ferilinn heldur líklega áfram
Pepe.
Pepe.
Mynd: EPA
Hinn 41 árs gamli Pepe verður samningslaus í lok mánaðarins og mun hann ekki framlengja samning sinn við Porto í heimalandinu.

Þetta kemur fram á Maisfutebol í Portúgal.

Fram kemur á vefnum að þetta sé sameiginleg ákvörðun á milli Pepe og félagsins.

Ekki er þó útlit fyrir að Pepe muni hætta, það er allavega ekki alveg víst. Félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á að semja við hann og gæti Pepe endað ferilinn sinn þar.

Þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs þá mun Pepe líklega spila hlutverk í liði Portúgals á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner