Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid enn í baráttunni um Davies
Alphonso Davies
Alphonso Davies
Mynd: EPA
Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madrid eru enn með í baráttunni um kanadíska bakvörðinn Alphonso Davies.

Davies, sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern München, hefur verið orðaður við Real Madrid síðasta árið.

Fyrir nokkrum mánuðum var talið öruggt að hann væri á leið til Real Madrid, en síðustu vikur hefur hann átt jákvæð samtöl með stjórn Bayern.

Félagið hefur boðið honum veglegan samning en það er nú undir Davies komi að ákveða næstu skref.

Fabrizio Romano segir að Real Madrid sé enn að vinna í því að reyna sannfæra Davies um að koma í sumar en er þó ekki tilbúið að greiða 50 milljóna evra verðmiða leikmannsins.

Þessa stundina er Davies að undirbúa sig fyrir Copa America-mótið með kanadíska landsliðinu en Kanada verður ein af gestaþjóðum mótsins í ár. Framtíð hans mun því ekki skýrast fyrr en eftir mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner