Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 13:23
Hafliði Breiðfjörð
London
Sævar Atli mættur til London en hundruðum metra fyrir ofan æfingu Íslands
Icelandair
Vélin með Sævar Atla innanborðs flýgur yfir æfingasvæði Íslands.
Vélin með Sævar Atla innanborðs flýgur yfir æfingasvæði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon var kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í London í gærkvöldi þegar ljóst var að Orri Steinn Óskarsson missir af komandi leikjum við England og Holland vegna meiðsla.

Hann flaug með morgunvél Icelandair til Heathrow í morgun en rétt missti af æfingunni.

Þegar æfingin var í gangi mátti sjá heilmerkta vél Icelandair með Sævar Atla innanborð sveima yfir æfingasvæðinu í lendingu en æfingasvæðið er við flugvöllinn.

Hann missti því af æfingunni en gæti hafa séð uppleggið út um vélina ef hann fékk gluggasæti.
Athugasemdir
banner
banner