Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír yfirgefa Tottenham (Staðfest)
Ryan Sessegnon var einn efnilegasti leikmaður Englands þegar Tottenham fékk hann í sínar raðir.
Ryan Sessegnon var einn efnilegasti leikmaður Englands þegar Tottenham fékk hann í sínar raðir.
Mynd: EPA
Tottenham tilkynnti í dag að fjórir leikmenn væru að renna út á samningi og yrðu ekki áfram hjá félaginu. Það eru þeir Japhet Tanganga, Ryan Sessegnon, Eric Dier og Ivan Perisic.

Dier var á láni hjá Bayern Munchen seinni hluta tímabilsins. Hann var hjá Tottenham í níu og hálft ár. Bayern gaf það út í vetur að Dier myndi leika áfram með liðinu á næsta tímabili.

Tanganga er 25 ára enskur varnarmaður sem var á láni hjá Millwall á tímabilinu. Hann lék alls 27 deildarleiki fyrir uppeldisfélagið.

Dier er þrítugur varnarmaður sem getur einnig spilað djúpur á miðju. hann er uppalinn hjá Sporting í Portúgal en gekk í raðir Tottenham árið 2014. Hann lék alls 274 deildarleiki fyrir enska félagið. Hann á að baki 49 leiki fyrir enska landsliðið.

Sessegnon er 24 ára vinstri kantmaður sem Tottenham keypti árið 2019 frá Fulham. Hann hefur aldrei náð að blómstra hjá Tottenham og lék einungis 38 deildarleiki fyrir félagið. Hann hefur lítið leikið að undanförnu vegna meiðsla.

Perisic er 34 ára vinstri vængbakvörður sem Tottenham fékk frítt frá Inter árið 2022. Hann lék 39 deildarleiki fyrir félagið en meiddist illa snemma á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner