Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tveir framlengja á Dalvík
Gunnlaugur Rafn verður áfram
Gunnlaugur Rafn verður áfram
Mynd: Dalvík/Reynir
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson og Bjarmi Fannar Óskarsson hafa báðir framlengt samninga sína við Dalvík/Reyni út 2025.

Gunnlaugur er fæddur árið 2003 og uppalinn á Dalvík, en hann hefur spilað mikilvægt hlutverk í liðinu síðustu ár.

Hann á samtals 77 leiki og 1 mark fyrir Dalvík á fjórum árum sínum í meistaraflokki.

Bjarmi er af dalvískum ættum en uppalinn í Þór. Hann hefur síðustu þrjú tímabil spilað með Dalvík/Reyni.

Hann hefur spilað 44 leiki og skoraði tvö mörk í deild- og bikar með Dalvíkingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner