Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham sagt hafa gefist upp á Bruno
Mynd: Getty Images
Fabricio Bruno, sem West Ham hefur unnið í því að fá til félagsins frá Flamengo, hefur hafnað samningstilboði enska félagsins og er nú búist við því að hann verði áfram í Brasilíu.

Fjallað er um það í slúðurmiðlum að Bruno hafi viljað hærri laun en West Ham var tilbúið að samþykkja, varnarmaðruinn hafi farið gegn ráðum umboðsmanns síns og í kjölfarið hafi skiptin dottið upp fyrir sig.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano var búinn að gefa út 'here we go!' stimpilinn sinn en í kjölfarið kom babb í bátinn. Kaupverðið átti að vera um 12,5 milljónir punda.

Julen Lopetegui, nýr stjóri Hamranna, þarf því að bíða aðeins lengur eftir því að fá inn sinn fyrsta nýja leikmann. West Ham er að klára kaup á Luis Guilherme sem einnig spilar í Brasilíu , Guilherme er framherji sem spilar með Palmeiras, og ættu þau skipti að klárast á næstunni.

Í umfjöllun Sky Sports er greint frá því að Aaron Cresswell hafi skrifað undir eins árs framlengingu á sínum samningi. Enski vinstri bakvörðurinn tekur því eitt tímabil til viðbótar með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner