Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 16. september
FA Cup
Barwell 0 - 0 Buxton
Redditch United - Shifnal Town - 18:45
Bundesliga - Women
Hoffenheim W 2 - 3 Freiburg W
Vináttulandsleikur
USA U-18 2 - 0 Peru U-18
Portugal U-16 0 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 4 - 2 Denmark U-16
Saudi Arabia U-20 2 - 3 Yemen U-20
Serie A
Lazio 0 - 0 Verona
Parma 2 - 3 Udinese
La Liga
Vallecano - Osasuna - 19:00
banner
lau 05.ágú 2023 12:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 11. sæti „Underdog stemmarinn, Moneyball taktíkin og dönsku áhrifin"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í ellefta sæti í spánni er Brentford.

Brentford fagnar marki á síðasta tímabili.
Brentford fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Mynd/Getty Images
Frá heimavelli Brentford, Community Stadium.
Frá heimavelli Brentford, Community Stadium.
Mynd/Getty Images
Ivan Toney var dæmdur í langt bann fyrir að brjóta veðmálareglur.
Ivan Toney var dæmdur í langt bann fyrir að brjóta veðmálareglur.
Mynd/Getty Images
Bryan Mbeumo þarf að stíga upp.
Bryan Mbeumo þarf að stíga upp.
Mynd/EPA
Miðvörðurinn Ben Mee.
Miðvörðurinn Ben Mee.
Mynd/Brentford
Mathias Jensen er vanmetinn.
Mathias Jensen er vanmetinn.
Mynd/Getty Images
Villi Neto er stuðningsmaður Brentford.
Villi Neto er stuðningsmaður Brentford.
Mynd/Úr einkasafni
Mun Kevin Schade blómstra á tímabilinu?
Mun Kevin Schade blómstra á tímabilinu?
Mynd/EPA
Villi er leikari og grínisti.
Villi er leikari og grínisti.
Mynd/Úr einkasafni
Mark Flekken stígur inn í stöðu markvarðar fyrir David Raya sem er líklega á leið til Arsenal.
Mark Flekken stígur inn í stöðu markvarðar fyrir David Raya sem er líklega á leið til Arsenal.
Mynd/Brentford
Miðvörðurinn Nathan Collins.
Miðvörðurinn Nathan Collins.
Mynd/Getty Images
Nær Brentford að enda fyrir ofan miðja deild eins og á síðasta tímabili?
Nær Brentford að enda fyrir ofan miðja deild eins og á síðasta tímabili?
Mynd/EPA
Um Brentford: Liðið lenti svo sannarlega ekki í hinu fræga 'second season syndrome' eftir að hafa átt gott fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni 2021/22. Liðið gerði bara enn betur í fyrra og endaði í níunda sæti, fyrir ofan miðja deild. Það er virkilega skemmtilegt verkefni í gangi hjá Brentford og draumurinn um að komast í Evrópukeppni er líklega til staðar. Félagið notast mikið við tölfræði og hafa margir líkt verkefninu hjá Brentford við 'Moneyball'. Þið sem hafið ekki séð bíómyndina sem ber það heiti, drífið ykkur að því!

Sjá einnig:
Einn gáfaðasti maður fótboltans gjörbreytti Brentford



En það verður erfitt á þessu tímabili. Þeirra besti maður, sóknarmaðurinn Ivan Toney, er í banni rúmlega hálft tímabilið vegna brota á veðmálareglum og það verður erfitt fyrir Brentford að fylla í skarðið sem hann skilur eftir sig.

Brentford er frábært pressulið og þeir hafa verið beinskeyttir upp á síðkastið en hver á að skora mörkin í fjarveru Toney? Í fyrra var Bryan Mbeumo næst markahæstur með níu mörk.

Stjórinn: Daninn Thomas Frank tók við stjórn Brentford árið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar á undan. Hann var ekki merkilegur fótboltamaður og sneri sér fljótt að þjálfun; hann fór úr því að þjálfa U8 lið Frederiksværk í það að þjálfa yngri landslið Danmerkur á rúmlega tíu árum. Svo stýrði hann Bröndby í nokkur ár áður en hann fór til Englands að þjálfa hjá Brentford. Frank er mjög danskur í fari sínu en hann hefur vakið athygli fyrir flotta vinnu með Brentford og það kæmi ekki á óvart ef hann færi í stærra félag á næstu árum.

Leikmannaglugginn: Brentford bætti tvisvar félagsmet sitt í sumar; fyrst varð hinn 21 árs gamli framherji Kevin Schade dýrastur í sögu félagsins og svo varð varnarmaðurinn Nathan Collins sá dýrasti. Það er greinilega mikil trú hjá félaginu á þessum tveimur leikmönnum.

Komnir:
Nathan Collins frá Wolves - 23 milljónir punda
Kevin Schade frá Freiburg - 21,4 milljónir punda
Mark Flekken frá Freiburg - 11 milljónir punda
Romeo Beckham frá Inter Miami - óuppgefið kaupverð

Farnir:
Mads Bidstrup til Red Bull Salzburg - 5,2 milljónir punda
Tariqe Fosu - samningur rann út
Saman Ghoddos - samningur rann út
Pontus Jansson til Malmö - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Eins og áður kom fram þá er Ivan Toney besti leikmaður Brentford en hann verður fjarri góðu gamni lengi á þessu tímabili sökum leikbanns. Í hans fjarveru verður Bryan Mbeumo að stíga enn meira upp. Ben Mee kom afar sterkur inn í vörnina á síðasta tímabili og var valinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum. Þá er Mathias Jensen virkilega öflugur inn á miðsvæðinu, vanmetinn leikmaður þar á ferðinni - svo sannarlega.

„Eitthvað við Brentford sem mér líkaði svo við"
Grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto, er stuðningsmaður Brentford. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og áhuga sinn á því.

Ég byrjaði að halda með Brentford af því að... Því vinir mínir voru búnir að reyna að fá mig með í fantasy draft með þeim í alveg nokkurn tíma og eftir að hafa lesið mig til um enska boltann þá var eitthvað við Brentford sem mér líkaði svo við; underdog stemmarinn, Moneyball taktík síðustu ára, dönsku áhrifin…

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Held það sé þegar Brentford vann Man City og ég var baksviðs í Borgó. Þurfti að fagna helvíti mikið en helvíti hljóðlátt. Svo er alltaf mikil stemning þegar ég hef hitt annað Brentford fólk á djamminu, ekkert skemmtilegra.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Fínt, þessi 12 leikja taplausa runa hjá okkur var alveg ógleymanleg. Smá brösuleg lending í lokin en yfir höfuð þá var ég ánægður.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég hef oftar en ekki verið að sýna þegar það eru leikir, ég er mest í því að skoða Facebook grúppuna hjá Brentford aðdáendunum fyrir leik, og síðan kveiki ég alltaf á útvarpslýsingu í beinni til að hafa í hinu eyranu.

Hvern má ekki vanta í liðið? Bryan Mbeumo, ekki spurning, og Ben Mee!

Hver er veikasti hlekkurinn? Enginn sérstakur sem mér dettur í hug, en Damsgaard hefur ekki verið að sanna sig þegar hann er á vellinum.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Kevin Schade, ég hef það á tilfinningunni að hann muni sanna sig þetta tímabil.

Við þurfum að kaupa... Góðan striker, þó ég sé smá stressaður líka að missa af Raya.

Hvað finnst þér um stjórann? Thomas Frank er geggjuð týpa, algjör danskur töffari, mætir alltaf með tyggjóið og ligeglad á því. Geggjaður.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Spenntur og stressaður, svokallaða “ameríkudeildin” sem er núna búin að vera í sumar er ekki að vekja upp miklar vonir hjá þessum nýja markvörð okkar en gæti alveg breyst þegar Premier League byrjar, kannski er hann enn í sumargírnum.

Hvar endar liðið?
Ég ætla að vera frekar jákvæður og segja fimmta sætið.

Brentford hefur leik í ensku úrvalsdeildinni sunnudaginn 13. ágúst gegn Tottenham á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner