Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 08:13
Elvar Geir Magnússon
London
Maddison fær ekki að fara með á EM - Shaw á enn möguleika
Icelandair
James Maddison sýnir flúrin.
James Maddison sýnir flúrin.
Mynd: Getty Images
Fer Shaw með á EM?
Fer Shaw með á EM?
Mynd: EPA
James Maddison miðjumaður Tottenham verður ekki í 26 manna lokahópi Englands sem fer á EM í Þýskalandi.

Maddison var valinn í 33 manna hóp Gareth Southgate en verður einn af sjö leikmönnum sem detta út áður en lokahópurinn verður tilkynntur á laugardag.

Maddison, sem er 27 ára, kom inn af bekknum í 3-0 sigri Englands gegn Bosníu í vináttulandsleik á mánudag. Hann var í enska hópnum á HM í Katar en spilaði ekki á mótinu.

Maddison var keyptur til Tottenham frá Leicester á 40 milljónir punda fyrir ári síðan en náði ekki nægilega stöðugu tímabili, hann fór vel af stað en varð síðan fyrir meiðslum sem hindruðu velgengni hans.

Á föstudagskvöld mætast England og Ísland á Wembley en daginn eftir verður lokahópur enska liðsins opinberaður. Luke Shaw, bakvörður Manchester United, á enn möguleika á að vera í hópnum en hann mætti aftur til æfinga í gær eftir að að hafa verið lengi á meiðslalistanum.+

Enskir fjölmiðlar segja Shaw hafa litið vel út á æfingunni í gær og telja líklegt að hann fari með til Þýskalands. England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á mótinu.
Athugasemdir
banner