Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða sjö leikmenn verða eftir heima á Englandi?
Mæta Íslandi á föstudag
Icelandair
Fer Jack Grealish með?
Fer Jack Grealish með?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fer Maguire í sumarfrí með Henderson?
Fer Maguire í sumarfrí með Henderson?
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, mun velja lokahóp sinn fyrir EM eftir vináttulandsleikinn gegn Íslandi næstkomandi föstudag.

Núna er Southgate að vinna með 33 manna en sjö leikmenn úr þeim hópi munu fá þær hræðilegu fréttir að þeir verði ekki í lokahópnum sem fer til Þýskalands.

Vefmiðillinn Goal tók saman lista yfir sjö leikmenn sem þeir myndu senda í sumarfrí.

Það eru fjórir markverðir í hópnum þessa stundina en að mati Goal, þá á Aaron Ramsdale ekki að fara með. Hann var varamarkvörður Arsenal á tímabilinu. Þá myndu Dean Henderson og James Trafford veita Jordan Pickford samkeppni á mótinu.

Varnarlega taka þeir Ezri Konsa, Harry Maguire og Jarrell Quansah úr hópnum. Það vekur athygli að Maguire er nefndur þarna en hann er gríðarlega reynslumikill í landsliðinu og byrjunarliðsmaður ef hann er heill. Hann missir líklega af leiknum gegn Íslandi en Goal telur það ekki nauðsynlegt að veðja á heilsu Maguire þar sem möguleikarnir eru til staðar í miðverðinum.

Þá taka þeir Curtis Jones, James Maddison og Ivan Toney líka úr hópnum. Jones á ekki landsleik og Toney er skiljanlegt þar sem Harry Kane og Ollie Watkins eru fyrir framan hann. En Maddison er kannski frekar skrítið. En hann er vissulega að keppa við ansi marga góða leikmenn. Á samt Jack Grealish skilið að fara á mótið frekar? Grealish átti ekki gott tímabil með City á meðan Maddison var fínn fyrir Tottenham. Það er stór spurning.

Það verður áhugavert að sjá þetta og spennandi að sjá hvernig liðið verður gegn Íslandi á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner