Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú félög sýna Man City samkennd í baráttu sinni
City er ríkjandi Englandsmeistari.
City er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Newcastle, sem er í eigu Sádi-Arabíu, er á meðal þeirra félaga sem styðja Man City. Newcastle hefur ekki mátt eyða eins miklu og það hefði viljað út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.
Newcastle, sem er í eigu Sádi-Arabíu, er á meðal þeirra félaga sem styðja Man City. Newcastle hefur ekki mátt eyða eins miklu og það hefði viljað út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Að minnsta kosti þrjú félög standa með Manchester City og finna til samkennar með Englandsmeisturunum í baráttu sinni gegn ensku úrvalsdeildinni.

Daily Mail fjallar um málið og nefnir félögin en það eru Chelsea, Aston Villa og Newcastle.

Manchester CIty hefur höfðað mál gegn ensku úrvalsdeildinni en félagið sakar deildina um mismunun gegn félögum sem hafa sterk tengsl við Persaflóasvæðið og vill þá afnema sérhannaðar fjárhagsreglur deildarinnar sem hafa áhrif á það hversu miklu félög geta eytt í leikmannakaup.

Félagið vill afnema sérstakar APT (Association Party Transaction)-reglur, sem eru hannaðar til þess að koma í veg fyrir að félög geti gert uppblásna auglýsingasamninga með þeim tilgangi að vera samkeppnishæfara í deildinni. Reglurnar voru kynntar til leiks árið 2021 er ríkissjóður Sádi-Arabíu festi kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle.

Sigur í málinu myndi gera Man City kleift að ákveða virði samninga og jafnvel leyfa félaginu að eyða meira í leikmannakaup og laun. Man City telur að félagið eigi rétt á því að ákveða sjálft hversu miklum peningum það vill verja í félagið og telur þá regluverkið vera mismunun í garð félaga sem hafa sterk tengsl við Persaflóasvæðið.

Önnur tíu til tólf félög standa með ensku úrvalsdeildinni en þar á meðal eru Arsenal, Manchester United og Tottenham. Þessi félög hafa gefið af hendi gögn til að styðja ensku úrvalsdeildina í málinu.

Það má segja að Man City sé að snúa vörn í sókn. Enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrir 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar í byrjun síðasta árs og eiga réttarhöld í því máli að hefjast seinna á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner