Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
London
Tveir leikmenn Liverpool skornir úr enska hópnum
Icelandair
Curtis Jones fer ekki með á EM.
Curtis Jones fer ekki með á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Curtis Jones miðjumaður Liverpool verður ekki meðal þeirra 26 leikmanna sem fara á EM fyrir hönd Englands. Þá segja enskir fjölmiðlar að liðsfélagi hans, varnarmaðurinn Jarrell Quansah verði heldur ekki valinn.

Þeir voru báðir valdir í 33 manna hóp Gareth Southgate en verða meðal þeirra sjö leikmanna sem detta út þegart lokahópurinn verður tilkynntur á laugardag.

Fyrr í morgun greindum við frá því að James Maddison yrði líka skorinn út úr hópnum en honum var tilkynnt það í gær.

Það eykur möguleika Jarrod Bowen, Eberechi Eze og Jack Grealish að komast með í flugvélina. Bowen er talinn eiga góða möguleika eftir að hafa spilað vel í vináttulandsleiknum gegn Bosníu.

Bowen gæti byrjað aftur þegar England mætir Íslandi á Wembley á morgun, í sínum síðasta undirbúningsleik fyrir EM.

Stærstu áhyggjur Southgate eru af því hvort Luke Shaw, eini alvöru vinstri bakvörðurinn í hópnum, verði klár fyrir EM. Hann mætti aftur til æfinga í gær eftir að að hafa verið lengi á meiðslalistanum.

Enskir fjölmiðlar segja Shaw hafa litið vel út á æfingunni í gær og telja líklegt að hann fari með til Þýskalands. England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner