Frammistaðan undanfarnar vikur hefur verið virkilega góð

„Ég er mjög ánægður með þetta, ánægður með liðið. Þetta var góður leikur frá upphafi til enda, við fáum á okkur algjört slysamark í byrjun sem að helgast að drullumalli í markteignum. Þar fyrir utan fannst mér við bara vera betri í leiknum," sagði sáttur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir sigur á ÍBV í kvöld.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 1 ÍBV
Mark ÍBV var pínu furðulegt ef það má orða það þannig. Sigurjón Daði Harðarson, markvörður Fjölnis, var á eftir markaskorara ÍBV í boltann inn á teignum. Markteigurinn við bæði mörkin á Extra vellinum lítur vægast sagt illa út.
Ertu svekktur við Sigurjón í því marki?
„Nei, völlurinn er bara... Þú ættir að labba þarna út á, þetta er bara grín."
Hvað veldur? „Ja, við erum búnir að bíða eftir götun á völlinn í nokkrar vikur. Við fáum það ekki frá borginni þannig að völlurinn er bara mjög erfiður, hann er þungur og sleypur og þarna inn í markteig er hann eiginlega bara ónýtur."
Hvernig lestu í endurkomu þinna manna?
„Við náðum góðum takti í okkar leik, náðum að spila okkar leik og skapa fullt. Við nýttum svo í seinni hálfleik færin okkar vel. Í dag vorum við klárlega betra liðið, það heppnaðist vel það sem við ætluðum að gera."
Fjölnir á ennþá stærðfræðilegan möguleika á því að fara upp í efstu deild en möguleikinn er ansi lítill. Liðið er á góðu skriði, hefur náð í þrettán stig í síðustu fimm leikjum, þessi góði kafli kemur kannski aðeins of seint.
„Já, við misstum svolítið úr liðinu okkar svona um miðbik mótsins og vorum smástund að bæði púsla því saman aftur og fá menn inn aftur. Akkúrat í dag og undanfarið höfum við fengið menn til baka, úr meiðslum og fundið góðan takt í liðinu. Frammistaðan undanfarnar vikur hefur verið virkilega góð."
Michael Bakare skoraði bæði mörk Fjölnis í leiknum. Hann hefur skorað fjögur mörk í níu deildarleikjum í sumar eftir að hafa komið í júlíglugganum. Hvað hefur hann komið með inn í liðið?
„Hann hefur komið með sjálfstraust framarlega á vellinum og klókindi. Hann tekur mikið til sín og þú þarft virkilega að hugsa um hann og loka á hann. Þá á meðan kannski opnast fyrir aðra þannig að það hefur gefið okkur mikið og vantaði aðeins hjá okkur framan af móti."
Í lok viðtals var Ási spurður út í Jóhann Árna Gunnarsson og svo tilkynninguna á sunnudag þegar tilkynnt var að hann yrði ekki þjálfari Fjölnis á næsta ári.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir