Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 07. september 2021 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þú ættir að labba þarna út á, þetta er bara grín"
Frammistaðan undanfarnar vikur hefur verið virkilega góð
Lengjudeildin
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson
Sigurjón Daði Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Bakare
Michael Bakare
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þetta, ánægður með liðið. Þetta var góður leikur frá upphafi til enda, við fáum á okkur algjört slysamark í byrjun sem að helgast að drullumalli í markteignum. Þar fyrir utan fannst mér við bara vera betri í leiknum," sagði sáttur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir sigur á ÍBV í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 ÍBV

Mark ÍBV var pínu furðulegt ef það má orða það þannig. Sigurjón Daði Harðarson, markvörður Fjölnis, var á eftir markaskorara ÍBV í boltann inn á teignum. Markteigurinn við bæði mörkin á Extra vellinum lítur vægast sagt illa út.

Ertu svekktur við Sigurjón í því marki?

„Nei, völlurinn er bara... Þú ættir að labba þarna út á, þetta er bara grín."

Hvað veldur? „Ja, við erum búnir að bíða eftir götun á völlinn í nokkrar vikur. Við fáum það ekki frá borginni þannig að völlurinn er bara mjög erfiður, hann er þungur og sleypur og þarna inn í markteig er hann eiginlega bara ónýtur."

Hvernig lestu í endurkomu þinna manna?

„Við náðum góðum takti í okkar leik, náðum að spila okkar leik og skapa fullt. Við nýttum svo í seinni hálfleik færin okkar vel. Í dag vorum við klárlega betra liðið, það heppnaðist vel það sem við ætluðum að gera."

Fjölnir á ennþá stærðfræðilegan möguleika á því að fara upp í efstu deild en möguleikinn er ansi lítill. Liðið er á góðu skriði, hefur náð í þrettán stig í síðustu fimm leikjum, þessi góði kafli kemur kannski aðeins of seint.

„Já, við misstum svolítið úr liðinu okkar svona um miðbik mótsins og vorum smástund að bæði púsla því saman aftur og fá menn inn aftur. Akkúrat í dag og undanfarið höfum við fengið menn til baka, úr meiðslum og fundið góðan takt í liðinu. Frammistaðan undanfarnar vikur hefur verið virkilega góð."

Michael Bakare skoraði bæði mörk Fjölnis í leiknum. Hann hefur skorað fjögur mörk í níu deildarleikjum í sumar eftir að hafa komið í júlíglugganum. Hvað hefur hann komið með inn í liðið?

„Hann hefur komið með sjálfstraust framarlega á vellinum og klókindi. Hann tekur mikið til sín og þú þarft virkilega að hugsa um hann og loka á hann. Þá á meðan kannski opnast fyrir aðra þannig að það hefur gefið okkur mikið og vantaði aðeins hjá okkur framan af móti."

Í lok viðtals var Ási spurður út í Jóhann Árna Gunnarsson og svo tilkynninguna á sunnudag þegar tilkynnt var að hann yrði ekki þjálfari Fjölnis á næsta ári.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner