Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 15. janúar
Championship
Blackburn - Portsmouth - 19:45
Úrvalsdeildin
Arsenal - Tottenham - 20:00
Everton - Aston Villa - 19:30
Leicester - Crystal Palace - 19:30
Newcastle - Wolves - 19:30
Bundesligan
Stuttgart - RB Leipzig - 19:30
Bayern - Hoffenheim - 19:30
Werder - Heidenheim - 19:30
Union Berlin - Augsburg - 19:30
Bochum - St. Pauli - 17:30
WORLD: International Friendlies
Italy U-18 - Spain U-18 - 13:30
Chile U-20 - Argentina U-20 - 21:30
Spain U-19 - Italy U-19 - 12:00
Serie A
Inter - Bologna - 19:45
Bikarkeppni
Almeria - Leganes - 18:30
Barcelona - Betis - 20:00
Elche - Atletico Madrid - 20:30
Pontevedra - Getafe - 18:30
fim 08.ágú 2024 23:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 18. sæti: „Það toppar ekkert 6-3 mómentið"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst er það Southampton sem er komið aftur upp í deild þeirra bestu, en þeim er spáð falli.

Southampton fagnar marki á síðasta tímabili.
Southampton fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Russell Martin er stjóri Southampton.
Russell Martin er stjóri Southampton.
Mynd/Getty Images
Adam Armstrong hefur aðeins skorað fjögur mörk fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni en er samt sem áður algjör lykilmaður.
Adam Armstrong hefur aðeins skorað fjögur mörk fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni en er samt sem áður algjör lykilmaður.
Mynd/EPA
Taylor Harwood-Bellis var keyptur frá Manchester City.
Taylor Harwood-Bellis var keyptur frá Manchester City.
Mynd/Southampton
Markvörðurinn Alex McCarthy faðmar fyrirliðann Jack Stephens.
Markvörðurinn Alex McCarthy faðmar fyrirliðann Jack Stephens.
Mynd/Getty Images
Will Smallbone (númer 16) fagnar hér með liðsfélögum sínum.
Will Smallbone (númer 16) fagnar hér með liðsfélögum sínum.
Mynd/Getty Images
Lallana sneri aftur til Southampton í sumar.
Lallana sneri aftur til Southampton í sumar.
Mynd/Southampton
Snorri Sigurðarson er stuðningsmaður Southampton.
Snorri Sigurðarson er stuðningsmaður Southampton.
Mynd/Úr einkasafni
Rickie Lambert.
Rickie Lambert.
Mynd/Getty Images
Úr leik hjá Southampton á síðasta tímabili.
Úr leik hjá Southampton á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Gavin Bazunu er ungur og óreyndur.
Gavin Bazunu er ungur og óreyndur.
Mynd/EPA
Flynn Downes er mikilvægur.
Flynn Downes er mikilvægur.
Mynd/Southampton
Carlos Alcaraz er blóðheitur en skemmtilegur.
Carlos Alcaraz er blóðheitur en skemmtilegur.
Mynd/Getty Images
'Ég er ánægður með stjórann'
'Ég er ánægður með stjórann'
Mynd/Getty Images
Marki fagnað síðast þegar Southampton var í ensku úrvalsdeildinni.
Marki fagnað síðast þegar Southampton var í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/EPA
St Marys Stadium, heimavöllur Southampton.
St Marys Stadium, heimavöllur Southampton.
Mynd/Getty Images
Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2022/23 en þeir komust beint aftur upp í fyrstu tilraun. Þeir fóru í gegnum umspilið, fóru á Wembley og báru þar sigur úr býtum í miklum pressuleik gegn Leeds United.

Southampton hafði verið upp í ensku úrvalsdeildinni frá 2012 áður en þeir féllu í fyrra. Það gekk mikið á tímabilið sem liðið féll og var hinn strangtrúaði Nathan Jones meðal annars við stjórnvölinn í nokkra leiki. Muniði eftir því? Það var áhugaverður tími svo ekki sé meira sagt. Áhugaverður kauði þar á ferð. Ruben Selles stýrði liðinu undir lok tímabilsins og svo tók við ný stefna hjá Russell Martin sem núna stýrir liðinu.

Það var gaman að horfa á Southampton á síðasta tímabili þar sem þeir voru afskaplega góðir í að halda boltanum og vildu stjórna leikjum, en á sama tíma voru þeir slappir varnarlega og það gekk illa að koma í veg fyrir að andstæðingurinn myndi skora. Enska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk deild og það er erfitt að sjá að Southampton muni stjórna meirihluta leikja sinna. Hvernig munu þeir takast á við það? Þeir þurfa að finna ákveðnar lausnir með þann leikstíl sem þeir hafa verið að móta síðasta árið og verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur upp.

Stjórinn: Russell Martin tók við Southampton þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Hann er mjög áhugaverður stjóri sem varði leikmannaferli sínum að stærstu hluta hjá Norwich. Hann var miðvörður sem einnig gat leikið sem hægri bakvörður. Hann er 38 ára gamall og má segja að hann sé af nýjum skóla sem stjóri. Hann tók sín fyrstu skref í þjálfun hjá MK Dons og stýrði svo Swansea áður en hann tók við Southampton. Hann elskar að halda í boltann en á sínu fyrsta tímabili með MK Dons hélt liðið það vel í boltann að Barcelona og Manchester City voru einu evrópsku liðin sem voru meira með hann. Martin kom Southampton upp í fyrstu tilraun og mun nú reyna að byggja á þeim árangri.

Leikmannaglugginn: Það hefur ekki farið sérlega mikið fyrir Dýrlingunum á leikmannaglugganum en þeir hafa lagt áherslu á það að kaupa inn leikmenn sem voru hjá félaginu á síðasta tímabili á láni. Tveir dýrustu leikmenn þeirra í sumar hjálpuðu liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik sem lánsmenn.

Komnir:
Taylor Harwood-Bellis frá Man City - 20 milljónir punda
Flynn Downes frá West Ham - 18 milljónir punda
Ben Brereton Díaz frá Villarreal - 7 milljónir punda
Yukinari Sugawara frá AZ Alkmaar - 6 milljónir punda
Nathan Wood frá Swansea - 3 milljónir punda
Ronnie Edwards frá Peterborough - 3 milljónir punda
Kuryu Matsuki frá FC Tokyo - Óuppgefið kaupverð
Charlie Taylor frá Burnley - Á frjálsri sölu
Adam Lallana frá Brighton - Á frjálsri sölu

Farnir:
Duje Caleta-Car til Lyon - 5 milljónir punda
Lyanco frá Atlético Mineiro - 4 milljónir punda
Romain Perraud frá Real Betis - 3 milljónir punda
Che Adams til Torino - Á frjálsri sölu
Stuart Armstrong - Samningur rann út



Lykilmenn:
Adam Armstrong - Hann skoraði markið sem fleytti Southampton aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Armstrong hefur aðeins skorað fjögur mörk yfir tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Dýrlingunum en hann var frábær á síðustu leiktíð og skoraði þá 24 mörk. Það er spurning hvort hann muni eiga sitt besta tímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá nýjum stjóra í nýju kerfi.

Taylor Harwood-Bellis - Var á láni hjá Southampton frá Man City á síðustu leiktíð og var svo keyptur eftir að liðið komst upp. Hann er öflugur hafsent með mikil gæði og mikla yfirvegun í sínum leik. Hann varð Evrópumeistari með U21 landsliði Englands og verður spenanndi að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Will Smallbone - Miðjumaður sem var ekki hluti af liði Southampton þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni síðast. Hann var þá á láni hjá Stoke City. Hann kom þó sterkur inn á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp teiganna á milli. Hann er gríðarlega öflugur í því að koma með seinni bylgjunni inn í teiginn, þessi Frank Lampard hlaup. Ekki láta ykkur bregða ef hann skorar kannski eitt eða tvö mörk í þannig stíl í vetur.

„Ég byrjaði að halda með Southampton 1996"

Flygilhorn- og trompetleikarinn Snorri Sigurðarson er stuðningsmaður Southampton. Við báðum hann um að segja okkur meira frá liðinu og áhuga sínum á því fyrir tímabilið sem er framundan í ensku úrvalsdeildinni.

Ég byrjaði að halda með Southampton af því að... Ég byrjaði að halda með Southampton 1996. Ég var ekkert að fylgjast með boltanum, var í raun og veru bara að pæla í tónlist. En þarna sat ég á Glaumbar með bróður mínum að horfa Southampton vinna Man United 6-3. Við vorum einu mennirnir sem fögnuðu þegar Saints skoruðu enda var Manu klúbburinn með aðsetur á staðnum á þessum tíma. Síðan fór ég að fylgjast með enska og stóð mig að því að horfa alltaf neðst í töfluna og fylgjast med Saints.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Það toppar ekkert 6-3 mómentið.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Ég verð að segja Rickie Lambert. Skaut okkur upp um tvær deildir og hélt svo bara áfram að skora í Premier League. Geggjaður markaskorari og frábær karakter.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var auðvitað bara frábært. Ég var skíthræddur um að komast ekki upp um deild nema í efstu tveimur sætunum en svo unnum við playoffs á móti virkilega sterku liði. Þetta var hrikalega skemmtileg deild á síðasta ári og samkeppnin rosaleg milli efstu fjögurra liðanna. Saints voru í fjórða með 87 stig!

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Engin hefð hjá mér á leikdegi. Ég er tónlistarmaður og vinn oft um helgar svo ég er oft á ferðinni þegar leikir eru. Svo þekki ég eiginlega engan sem heldur með Saints fyrir utan son minn svo þetta er ekki mikið hópsport.

Hvern má ekki vanta í liðið? Á síðasta tímabili var Flynn Downes sá hlekkur sem mátti alls ekki vanta hjá okkur. Það kæmi mér ekki á óvart að hann væri fyrstur á blað næsta vetur.

Hver er veikasti hlekkurinn? Ég myndi segja að markmannsstaðan sá veikasti hlekkurinn. Gavin Bazunu er fyrsti kostur en er mjög ungur. Hann er meiddur núna þannig að Alex McCarthy sem Bazunu tók við af virðist vera næsti kostur. Það er töluvert áhyggjuefni þar sem að McCarthy þótti ekki nógu góður þegar við vorum uppi.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég er spenntastur að fylgjast med Carlos Alcaraz. Geggjaður 21 árs miðjumaður sem kom til okkar tímabilið sem við féllum úr Premier League. Hann spilaði ekki með á síðasta tímabili en fór í staðinn á lán hjá Juventus. Eina áhyggjuefnið er að hann er ansi blóðheitur, tókst meira að segja að fá rautt spjald á móti Lazio í vináttuleik í gær.

Við þurfum að kaupa... Ég held við þurfum betri og reyndari markmann. Það er búið að ganga vel að fylla í aðrar stöður svo markmannsstaðan er sú sem ég hef mestar áhyggjur af.

Hvað finnst þér um stjórann? Ég er ánægður með stjórann. Hann er með skýrt leikplan og fær leikmenn með sér í lið. Hann vill halda boltanum og spila sem kom oft í bakið á okkur í Championship þegar ekki tókst að vera dóminerandi og skora fljótt. Hann er hins vegar ungur og er enn að læra og er óhræddur að nota unga leikmenn, og það fellur Southampton stuðningsfólki vel.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Tímabilið framundan verður klárlega spennandi. Liðin sem fóru niður voru léleg en liðin sem komu upp eru virkilega sterk. Ég held að fallbaráttan gæti orðið rosalega á næsta tímabili.

Hvar endar liðið? Ég hef ekki hugmynd um hvar við endum. Bilið á milli stærstu/ríkustu liðana og afgangsins er alltaf að stækka. En á sama tíma finnst mér bilið á milli allra hinna alltaf vera að minnka. Liðin eru mörg hver farin að spila fínasta bolta og munurinn oft bara hvort liðið sé með hæfan þjálfara og nái að næla sér í óslípaða demanta sem stærri liðin þora ekki að taka sénsinn á.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner
banner