

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, er sátt með að fá heimaleik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Ásgerður
Ásgerður
„Það er gott að fá heimaleik á þessu stigi og gaman að mæta liði sem er ekki í Pepsi-deildinni," sagði Ásgerður eftir dráttinn.
„Það er gaman að spila á móti einhverju öðru liði og Haukarnir eru með virkilega sterkt lið og unnu náttúrulega Pepsi-deildarlið í fyrradag þannig ég held að þetta verði hörkuleikur."
Ásgerður segist ekki vera búin að horfa á marga EM leiki en er bjartsýn fyrir fyrsta leik Íslendinga á stórmóti, sem verður gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal.
„Ég fór á 1. deild karla í gær frekar en að horfa á EM en ég horfi á leikinn á eftir. Mér lýst mjög vel á leikinn gegn Portúgal, við erum alltaf góð á móti sterkum liðum og ég spái 1-1.
„Ef við byrjum vel og náum ágætis úrslitum þá hef ég fulla trú á að komast í 16-liða úrslit."
Athugasemdir