Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 14. október 2018 12:36
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Það er enn líf í þessum gömlu körlum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa horft á íslenska liðið tapa stórt gegn Sviss og Belgíu í síðasta mánuði.

Alfreð segir að liðið sé í hefndarhug fyrir leikinn gegn Sviss á morgun.

„Það má alveg segja að við séum í hefndarhug. Þegar maður fær svona slæma útreið gegn liði þá vill maður bæta fyrir það. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum betra lið en við sýndum í þeim leik."

„Nú erum við á heimavelli og komnir með kjarnann úr liðinu til baka og við sáum það í síðasta leik að það er ennþá líf í þessum gömlu köllum."

Alfreð horfði á Ísland tapa 6-0 úr stúkunni en hann var þá að glíma við meiðsli.

„Mér leið mjög illa. Það er sárt og erfitt að horfa uppá liðsfélaga sína fá svona útreið. Þetta er leiðinlegi hlutinn af fótbolta, meiðslin. Það er erfitt að geta ekki hjálpað liðinu og þetta voru bara gríðalega erfiðar 90 mínútur."

Alfreð líst vel á Hamrén og lýsir honum sem persónulegum þjálfara.

„Mér líst mjög vel á hann. Hann sækir mikið í spjall við leikmenn og vill heyra hvað þeir hafa að segja. Hann hringdi í einhverja leikmenn um leið og hann tók við og sagði þeim hvernig hann myndi vilja vinna hlutina."

„Hann vill að við séum djarfari með boltann og höldum honum betur, ekki að við séum að fara að breyta okkur í eitthvað possession lið. Heimir þróaði þetta lið í rétta átt en ég vona að Hamrén og Freyr geti þróað þetta enn lengra."

Viðtalið við Alfreð má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner