Amad Diallo átti frábæran leik þegar Man Utd vann ótrúlegan endurkomusigur á grönnum sínum í Man City í dag.
Amad fiskaði vítaspyrnu sem Bruno Fernandes skoraði úr til að jafna metin undir lok leiksins. Amad skoraði síðan sigurmarkið.
Bruno hrósaði Fílbeinsstrendingnum unga í hástert eftir leikinn.
„Hann hefur verið að gera góða hluti og hann á mikið inni. Hann sýndi það aftur í dag að hann er alltaf á fullu, þess vegna fékk hann víti og þess vegna skoraði hann. Hann hefur verið frábær, þegar hann spilar svona er hann óstöðvandi," sagði Bruno.
„Ég vil bara að hann haldi áfram að leggja hart að sér. Það er frábært sem hann gerði í dag en ég er viss um að hann geti gert þetta í hverri viku. Við viljum sjá þetta í hverri viku, hann er að fá verðskuldað tækifæri núna."
Athugasemdir