Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Dramatísk endurkoma hjá Man Utd í borgarslagnum
Bruno jafnaði metin
Bruno jafnaði metin
Mynd: EPA
Markið frá Gvardiol dugði ekki til
Markið frá Gvardiol dugði ekki til
Mynd: EPA
Manchester City 1 - 2 Manchester Utd
1-0 Josko Gvardiol ('36 )
1-1 Bruno Fernandes ('88 , víti)
1-2 Amad Diallo ('90 )

Manchester United vann grannaslaginn gegn Manchester City í kvöld en það var ekki mikið um dýrðir framan af.

Leikurinn byrjaði ansi rólega og hvorugt liðið ógnaði marki lengst af í fyrri hálfleiknum.

Það dró til tíðinda eftir rúmlega hálftíma leik en þá átti Kevin De Bruyne fyrirgjöf og boltinn endaði á kollinum á Josko Gvardiol sem skallaði boltann í netið.

Stuttu síðar voru læti þegar Rasmus Höjlund og Kyle Walker lentu saman með þeim afleiðingum að Walker féll til jarðar full auðveldlega en báðir fengu gult spjald fyrir sinn þátt í þessu.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma fékk Bruno Fernandes besta færi Man Utd í leiknum þegar hann vippaði boltanum yfir Ederson en boltinn endaði framhjá markinu.

Leiknum var alls ekki lokið. Matheus Nunes gerði sig sekann um slæm mistök þegar hann átti slaka sendingu til baka, Amad Diallo komst inn í sendinguna og Nunes braut á honum inn í teig í kjölfarið og vítaspyrna dæmd.

Bruno Fernandes skoraði að öryggi af vítapunktinum. Stuttu síðar komst Amad í gegn og lék á Ederson og skoraði sigurmarkið, ótrúlegur endir á borgarslagnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 9 5 2 35 18 +17 32
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
7 Brentford 16 7 3 6 31 28 +3 24
8 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
9 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
10 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
11 Tottenham 16 7 2 7 32 19 +13 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 32 -21 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner