Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 31. október 2024 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingaliðin úr leik í bikarnum
Helgi Fróði spilaði allan leikinn í tapi Helmond
Helgi Fróði spilaði allan leikinn í tapi Helmond
Mynd: Helmond Sport
Elías Rafn Ólafsson og liðsfélagar hans í danska meistaraliðinu Midtjylland eru úr leik í danska bikarnum eftir 1-0 tap gegn Bröndby í kvöld.

Landsliðsmarkvörðurinn var hvíldur á bekknum í leiknum gegn Bröndby og fékk Jonas Lössl tækifærið til að spreyta sig.

Elías hefur verið einn af mikilvægustu mönnum Midtjylland á tímabilinu en það er ljóst að liðið á ekki lengur möguleika á að vinna bikarinn.

Mileta Rajovic kom Bröndby í forystu á 18. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Helgi Fróði Ingason er þá úr leik í hollenska bikarnum eftir að Helmond Sport tapaði fyrir Telstar, 3-0, á útivelli.

Stjörnumaðurinn spilaði allan leikinn í liði Helmond sem getur nú sett alla einbeitingu á hollensku B-deildinni, en liðið er í toppsætinu með 27 stig eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner