Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 31. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Birnir Breki á reynslu hjá Hammarby
Mynd: Hammarby
HK-ingurinn Birnir Breki Burknason æfir þessa dagana með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby en þetta kemur fram á samfélagsmiðlum HK.

Birnir Breki er 18 ára gamall kantmaður sem kom að sex mörkum með HK í Bestu deildinni í sumar. Á lokahófi félagsins var hann valinn efnilegasti leikmaður liðsins.

Þetta var annað tímabil hans með meistaraflokki en hann hefur spilað samtals 27 leiki með HK í efstu deild.

Kantmaðurinn efnilegi er farinn að vekja áhuga erlendis en hann æfir þessa dagana með sænska liðinu Hammarby.

Hammarby er mikið Íslendingafélag en alls hafa níu Íslendingar spilað fyrir karlaliðið.

Það eru þeir Jón GuðniFJóluson, Viðar Örn Kjartansson, Aron Jóhannsson, Ögmundur Kristinsson, Arnór Smárason, Birkir Már Sævarsson, Heiðar Geir Júlíusson, Gunnar Þór Gunnarsson, Pétur Marteinsson og Pétur Björn Jónsson.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék þá með kvennaliði félagsins árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner