Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Unnu rúmar 4 milljónir á enska getraunaseðilinn
Mynd: 1X2
Tveir getraunaseðlar fundust með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fær hvor þeirra í sinn hlut rúmlega 4 milljónir króna.

Annar seðillinn var í eigu húskerfis Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Alls eru 70 þátttakendur í húskerfinu og skiptist vinningurinn á milli þeirra.

Hinn seðillinn var í eigu tippara sem styður íþróttafélagið Stefni á Suðureyri. Hann notaði sparnaðarkerfi S-0-10-128 þar sem hann tvítryggði 10 leiki og kostaði það 1.664 krónur.
Athugasemdir
banner