Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sonur Reyes heitins farinn að æfa með aðalliði Real Madrid
Jose Antonio Reyes á Laugardalsvelli.
Jose Antonio Reyes á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sautján ára sonur José Antonio Reyes hefur staðið sig vel með unglingaliðum Real Madrid og hefur nú verið kallaður upp til æfinga með aðalliði spænska stórliðsins.

Reyes er fyrrum leikmaður Arsenal og spænska landsliðsins og lék lengi með Sevilla og Atletico Madrid. Hann á lést á sviplegan hátt í umferðarslysi 2019, aðeins 35 ára gamall.

Sonur hans, José Reyes López, var tólf ára þegar slysið varð. Hann er talinn einn efnilegasti leikmaðurinn í akademíu Real Madrid.

Í fyrra skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið.

Faðir hans lést í suðurhluta Spánar þegar Mercedes bifreið sem hann var í valt og varð alelda. Reyes lét eftir sig eiginkonu tvær dætur og einn son.
Athugasemdir
banner
banner