Manchester United gerði allt til þess að sækja hollenska miðjumanninn Frenkie De Jong frá Barcelona fyrir tveimur árum og gerði meðal annars sérstakt myndband fyrir kappann, en hann sá aldrei myndbandið. Þetta kemur fram í Athletic.
Erik ten Hag tók við United sumarið 2022 og var De Jong með efstu mönnum á blaði hjá stjóranum.
Þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti De Jong.
United eyddi stórum hluta sumarsins í að eltast við De Jong, sem hafði ekki áhuga á að yfirgefa Barcelona.
Athletic sagði meðal annars frá því að United hafi gengið svo langt að fá goðsagnir félagsins til þess að koma fram í myndbandi til að reyna sannfæra De Jong, en hann sá aldrei myndbandið.
Man Utd sá að ekki var hægt að sannfæra De Jong um að koma og sótti brasilíska miðjumanninn Casemiro í staðinn.
Talið er að Man Utd hafi enn áhuga á De Jong þó að Ten Hag sé farinn en Barcelona-maðurinn er að snúa til baka úr erfiðum meiðslum.
Athugasemdir