David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   fim 31. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hausverkur fyrir Slot - „Verður enn erfiðara að velja byrjunarliðið“
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að leikmenn hafi búið til svakalegan hausverk fyrir hann fyrir næstu vikur.

Liverpool komst í 8-liða úrslit enska deildabikarsins í gær með 3-2 sigri á Brighton á útivelli.

Slot var í skýjunum með frammistöðu liðsins, en hann gerði alls átta breytingar á byrjunarliðinu.

Hann segir að það verði vesen að velja byrjunarliðið fyrir næstu leiki.

„Þú veist að það verður erfitt þegar þú kemur hingað út af leikstíl þeirra og allra þeirra leikmanna sem félagið hefur sótt síðustu ár. Að komast héðan með sigur er mjög ánægjulegt svona fyrir framhaldið.“

„Ég var mjög hrifinn af því sem ég sá frá þeim leikmönnum sem hafa ekki spilað mikið á tímabilinu. Þeir náðu að spila með svipuðum stíl og við erum vanir að gera og komu með gæði inn í leikinn. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að stilla upp byrjunarliði fyrir næstu vikur.“


Cody Gakpo tók leikinn í sínar hendur í byrjun síðari og skoraði tvö lagleg mörk. Hann er nú markahæstur í deildabikarnum með fjögur mörk.

„Hann hefur verið ótrúlega góður fyrir Liverpool í langan tíma og nú heldur hann áfram að gera það sem er bara gott. Fyrir mér er hann byrjunarliðsmaður. Hann er ekki að byrja alla leiki núna, en hann er að gera það reglulega. Hann er í harðri samkeppni við Luis Díaz, sem kom inn á vinstri og skoraði líka mark í leiknum,“ sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner