Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Antony sagt að finna sér nýtt félag í janúar
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Brasilíska kantmanninum Antony hefur verið tjáð að megi finna sér nýtt félag sem fyrst.

Erik ten Hag fékk Antony til United sumarið 2022 en leikmaðurinn hefur verið alveg hörmulegur fyrir félagið.

Ten Hag var rekinn í byrjun vikunnar og núna hefur Antony verið tjáð að hann þurfi að leita sér að nýju félagi. Talksport greinir frá því en Antony er ekki í plönum Man Utd.

Man Utd mun alltaf tapa miklu á Antony þar sem hann var keyptur fyrir allt að 100 milljónir evra.

Það er talið að fyrrum félög hans, Ajax og Fluminense, hafi áhuga.
Athugasemdir
banner