Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fim 20. júlí 2023 21:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Vatnhamar: Ég var 100% viss um að við værum að fara snúa þessu
Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkinga
Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Víkingar tóku á móti Lettneska liðinu Riga FC þegar seinni leikurinn í þeirra einvígi fór fram á Víkingsvelli nú í kvöld. Riga FC leiddi einvígið fyrir leikinn með tveimur mörkum en eftir leikinn í dag er Víkingur úr leik í Sambandsdeild Evrópu þrátt fyrir 1-0 sigur á Riga í Víkinni í kvöld en Lettneska liðið fer samanlagt áfram, 2-1. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Riga FC

„Tilfiningin er hræðileg. Bara hræðileg." Sagði Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkinga svekktur eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn í dag var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Víkingar áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleiknum leit þetta mun betur út hjá þeim og þeir virkuðu mun líklegri.

„Við vorum betri í dag, þeir voru betri í Riga en við sköpuðum mörg góð færi sérstaklega í síðari hálfleiknum en meginn munurinn var sá að þeir skoruðu úr sínum færum á meðan við gerðum það ekki." 

Víkingar litu mun betur út í síðari hálfleiknum en þeir gerðu í þeim fyrri og vildi Gunnar meina að Víkingar hefðu einfaldlega verið orku meiri í síðari hálfleik. 

„Við vorum orku meiri en þeir og við urðum bara að halda áfram því við sáum að þeir áttu ekki mikið eftir á tanknum í síðari hálfleik og við hlupum yfir þá og vissum að við þyrftum að halda bara áfram og reyna pressa þá en því miður gekk það ekki í dag." 

Víkingar náðu inn marki og var Gunnar alveg viss um að þeir væru að fara snúa þessu.

„Ég var 100% viss um að við værum að fara snúa þessu en ég veit ekki maður á aldrei að tjá sig um dómarann en ég held að það sé allavega eitt víti sem við eigum að fá og jafnvel hendi en hann flautar útaf hendi á mig greinilega en ég man það ekki svo það er smá munur þar en þú verður að nýta færin og við fengum fullt af færum í þessum leik, skalli í stöng og bara óheppnir í dag og lukkan var ekki með okkur svo því miður gekk þetta ekki hjá okkur." 

Nánar er rætt við Gunnar Vatnhamar í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner