Víkingar tóku á móti Lettneska liðinu Riga FC þegar seinni leikurinn í þeirra einvígi fór fram á Víkingsvelli nú í kvöld. Riga FC leiddi einvígið fyrir leikinn með tveimur mörkum en eftir leikinn í dag er Víkingur úr leik í Sambandsdeild Evrópu þrátt fyrir 1-0 sigur á Riga í Víkinni í kvöld en Lettneska liðið fer samanlagt áfram, 2-1.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 Riga FC
„Tilfiningin er hræðileg. Bara hræðileg." Sagði Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkinga svekktur eftir leikinn í kvöld.
Leikurinn í dag var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Víkingar áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleiknum leit þetta mun betur út hjá þeim og þeir virkuðu mun líklegri.
„Við vorum betri í dag, þeir voru betri í Riga en við sköpuðum mörg góð færi sérstaklega í síðari hálfleiknum en meginn munurinn var sá að þeir skoruðu úr sínum færum á meðan við gerðum það ekki."
Víkingar litu mun betur út í síðari hálfleiknum en þeir gerðu í þeim fyrri og vildi Gunnar meina að Víkingar hefðu einfaldlega verið orku meiri í síðari hálfleik.
„Við vorum orku meiri en þeir og við urðum bara að halda áfram því við sáum að þeir áttu ekki mikið eftir á tanknum í síðari hálfleik og við hlupum yfir þá og vissum að við þyrftum að halda bara áfram og reyna pressa þá en því miður gekk það ekki í dag."
Víkingar náðu inn marki og var Gunnar alveg viss um að þeir væru að fara snúa þessu.
„Ég var 100% viss um að við værum að fara snúa þessu en ég veit ekki maður á aldrei að tjá sig um dómarann en ég held að það sé allavega eitt víti sem við eigum að fá og jafnvel hendi en hann flautar útaf hendi á mig greinilega en ég man það ekki svo það er smá munur þar en þú verður að nýta færin og við fengum fullt af færum í þessum leik, skalli í stöng og bara óheppnir í dag og lukkan var ekki með okkur svo því miður gekk þetta ekki hjá okkur."
Nánar er rætt við Gunnar Vatnhamar í spilaranum hér fyrir ofan.