Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
fimmtudagur 25. september
Frauen
Bayer W 2 - 1 Eintracht Frankfurt W
RB Leipzig W 0 - 1 Hamburger W
Evrópudeildin
Go Ahead Eagles 0 - 1 Steaua
Lille 2 - 1 SK Brann
Salzburg 0 - 0 Porto
Aston Villa 1 - 0 Bologna
Young Boys 1 - 2 Panathinaikos
Ferencvaros 0 - 1 Plzen
Rangers 0 - 0 Genk
Stuttgart 0 - 0 Celta
Utrecht 0 - 0 Lyon
Vináttuleikur
Slovenia U-17 0 - 0 Slovakia U-17
Bikarkeppni
Genoa 3 - 1 Empoli
Torino 1 - 0 Pisa
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 0 Stabek W
La Liga
Oviedo - Barcelona - 19:30
Osasuna 1 - 0 Elche
fim 25.sep 2025 17:00 Mynd: Reynir Sandgerði
Magazine image

Lið ársins og bestu menn í 3. deild karla

Tímabilinu í 3. deild karla lauk núna á dögunum. Hvíti riddarinn kom á óvart með því að vinna deildina og fylgir Magni Grenivík þeim upp um deild. Þetta var erfitt sumar hins vegar fyrir ÍH sem endaði aðeins með fjögur stig á botninum og átti erfitt oft á tíðum með að fylla í lið. KFK féll með ÍH niður í 4. deild.

Fótbolti.net fékk þjálfara deildarinnar til að velja úrvalslið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum. Einnig er opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.

Fyrir leik Hvíta riddarans og Magna sem fóru upp úr 3. deild í sumar.
Fyrir leik Hvíta riddarans og Magna sem fóru upp úr 3. deild í sumar.
Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson
Hvíti riddarinn vann deildina.
Hvíti riddarinn vann deildina.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Ólafur Darri hér í leik með Haukum.
Ólafur Darri hér í leik með Haukum.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ásbjörn Jónsson er þjálfari ársins.
Ásbjörn Jónsson er þjálfari ársins.
Mynd/Hvíti Riddarinn
Bjarki Þór fékk fullt hús atkvæða í lið ársins.
Bjarki Þór fékk fullt hús atkvæða í lið ársins.
Mynd/Magni
Sverrir Hrafn Friðriksson.
Sverrir Hrafn Friðriksson.
Mynd/Sigurður Ingi Pálsson
Daníel Gylfason.
Daníel Gylfason.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Lið ársins:
Darri Bergmann Gylfason - Augnablik

Bjarki Þór Viðarsson - Magni
Sverrir Hrafn Friðriksson - Tindastóll
Birkir Örn Baldvinsson - Hvíti riddarinn
Daníel Gylfason - Árbær

Guðbjörn Smári Birgisson - Hvíti riddarinn
Alexander Ívan Bjarnason - Magni
Viktor Andri Pétursson - Augnablik

Hilmar Þór Sólbergsson - Hvíti riddarinn
Ólafur Darri Sigurjónsson - Reynir S.
Kolbeinn Tumi Sveinsson - Tindastóll
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Bekkur:
Axel Ýmir Jóhannsson - Hvíti riddarinn
Arnór Daði Gunnarsson - Augnablik
Halldór Atli Kjartansson - Augnablik
Eysteinn Þorri Björgvinsson - Augnablik
Manuel Ferriol - Tindastóll
Arnór Siggeirsson - Reynir S.
Gunnar Darri Bergvinsson - Magni

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Ómar Castaldo Einarsson (Reynir S.), Nikola Stoisavljevic (Tindastóll), Einar Ari Ármansson (Magni).
Varnarmenn: Viktor Smári Sveinsson (Tindastóll), Jóhann Frans Ólason (Sindri), Sindri Sigurjónsson (Hvíti riddarinn), Guðmundur Axel Blöndal (Ýmir), Jón Ernir Ragnarsson (KV), Aron Elí Kristjánsson (Magni), Dmytro Bondarenko (KF), Svend Emil Busk Friðriksson (Tindastóll), Júlíus Valdimar Guðjónsson (Hvíti riddarinn), Trausti Þráinsson (Hvíti riddarinn), Gabríel Þór Stefánsson (Augnablik), Ástþór Ingi Rúnólfsson (Hvíti riddarinn), Ivan Paponja (Sindri), Samúel Már Kristinsson (KV).
Miðjumenn: Theodór Elmar Bjarnason (KV), Ragnar Páll Sigurðsson (Árbær), Ibrahim Sorie Barrie (Sindri), Askur Jóhannsson (KV).
Sóknarmenn: Jordan Smylie (Reynir S.), Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll), Tristan Alex Tryggvason (KV), Svetislav Milosevic (Tindastóll), Jordan Tyler (Árbær), Sigurður Brouwer Flemmingsson (Hvíti riddarinn), Tómas Örn Arnarsson (Magni).




Þjálfari ársins: Ásbjörn Jónsson (Hvíti riddarinn)
Fyrir tímabilið var Hvíta riddaranum spáð um miðja deild en Mosfellingar komu á óvart með því að vinna deildina. Þeir fóru hamförum í markaskorun og skoruðu 72 mörk í 22 leikjum en liðið spilaði býsna skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Ásbjörn Jónsson tók við liðinu fyrir tímabil af Ásgeiri Frank Ásgeirssyni sem gerðist aðstoðarþjálfari Fjölnis. Ásbjörn eða Ási eins og hann er kallaður hefur bæði þjálfað og spilað með Hvíta riddaranum áður en auk þess gerði hann 3. flokk karla í Aftureldingu Íslandsmeistara árið 2018. Hann vinnur þessi verðlaun með yfirburðum en næstur kom Guðmundur Óli Steingrímsson sem kom Magna upp um deild.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Þórarinn Jónas Ásgeirsson (Ýmir), Ray Anthony Jónsson (Reynir S.), Guðmundur Óli Steingrímsson (Magni).

Leikmaður ársins: Ólafur Darri Sigurjónsson (Reynir S.)
Ólafur Darri átti frábært sumar í Sandgerði þar sem hann skoraði 21 mark í 21 leik fyrir Reynismenn. Þessi öflugi sóknarmaður er uppalinn í Haukum og byrjaði að spila þar með meistaraflokki árið 2022 en hann skoraði meðal annars þrennu í 1-5 sigri gegn KFA það sumarið. En svo gekk þetta einfaldlega ekki upp á Ásvöllum og hann ákvað að söðla um fyrir tímabilið núna. Þetta skref gekk frábærlega upp fyrir hann þar sem hann skoraði mark í leik og náði að sýna sig vel í þessari deild. Hann skoraði 21 mark og var markahæsti leikmaður deildarinnar en Reynir endaði samt bara í fimmta sæti deildarinnar. Þetta var spennandi kosning en Alexander Ívan Bjarnason og Guðbjörn Smári Birgisson voru jafnir í öðru sæti.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Alexander Ívan Bjarnason (Magni), Kolbeinn Tumi Sveinsson (Tindastóll), Daníel Gylfason (Árbær), Bjarki Þór Viðarsson (Magni), Brynjar Jónasson (ÍH), Guðbjörn Smári Birgisson, Viktor Andri Pétursson (Augnablik).

Efnilegastur: Ólafur Darri Sigurjónsson (Reynir S.)
Ólafur Darri tekur þessi verðlaun líka en hann er fæddur árið 2005 og er því á 20. aldursári. Hann sprakk út í sumar og verður gaman að fylgjast með þessum efnilega sóknarmanni á næstu árum en vonandi nær hann að fylgja þessum flotta árangri eftir. Jóhann Frans Ólason, strákur fæddur 2009 úr Sindra, kom næst á eftir í kosningunni ásamt Birki Erni Baldvinssyni og Kolbeini Tuma Sveinssyni en þetta var líka jafnt og spennandi eins og valið á leikmanni ársins.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Baldvin Dagur Vigfússon (Ýmir), Jóhann Frans Ólason (Sindri), Tristan Alex Tryggvason (KV), Birkir Örn Baldvinsson (Hvíti riddarinn), Kolbeinn Tumi Sveinsson (Tindastóll).


Sjá einnig:
Lið ársins og bestu menn í 2. deild karla
Lið ársins og önnur verðlaun í Lengjudeild kvenna
Athugasemdir