
Vigdís Edda Friðriksdóttir var borin af velli í markalausu jafntefli FH gegn Val í Bestu deild kvenna um miðjan mánuð og staðfesti hún á Instagram í gær að hún er með slitið krossband.
Vigdís meiddist eftir viðskipti við Helenu Ósk Hálfdánardóttur leikmanns Vals.
Vigdís Edda verður því ekki meira með á tímabilinu, en hún er fædd 1999 og hefur verið hjá FH í tvö og hálft ár.
Hún lék fyrir Tindastól, Breiðablik og Þór/KA áður en hún skipti yfir til FH.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir FH og Vigdísi Eddu, sem missti einnig af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla.
Athugasemdir