HK fékk Fylki í heimsókn fyrr í kvöld, HK var manni fleiri frá 6. mínútu en nýttu sér það ekki nægilega vel og enduðu leikar 2-2. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 2 - 2 Fylkir
„Auðvitað getum við ekki verið sáttir að ná ekki að sigra þegar við erum manni fleiri í allan þennan tíma. Annað skiptið sem það gerist í sumar og það er eitthvað sem við verðum að ná betri tökum á."
HK hefur oft tapað niður forystu í sumar
„Við höfum verið að ræða það okkar á milli hvað veldur því. Því miður höfum við sem heild ekki fundið lausnina á því. Þrátt fyrir mörg samtöl um það, ég er nokkuð sannfærður um að það hefði gerst sjaldnar ef lausnin væri komin."
„Við ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í með frammistöðunni síðustu helgi. Við ætluðum að skrá okkur úr henni núna. Við verðum að mæta klárir á sunnudaginn og standa við samtöl okkar um að taka ekki lengur þátt í henni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir