Harvey Blair lék sinn fyrsta aðalliðsleik með Liverpool þegar hann var í byrjunarliði liðsins gegn Preston í deildabikarnum.
Harvey er yngri bróðir Marley Blair sem er samningsbundinn Keflavík og lék með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Marley kom við sögu í tólf leikjum og skoraði eitt mark en hann glímdi við meiðsli í sumar sem héldu honum utan vallar hluta af mótinu.
Harvey er yngri bróðir Marley Blair sem er samningsbundinn Keflavík og lék með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Marley kom við sögu í tólf leikjum og skoraði eitt mark en hann glímdi við meiðsli í sumar sem héldu honum utan vallar hluta af mótinu.
Harvey lék fyrstu 55 mínúturnar í gær og fór af velli í stöðunni 0-0. Takumi Minamino og Divock Origi skoruðu mörk Liverpool eftir að hann fór af velli. Bæði komu mörkin eftir undirbúning Neco Williams. Liverpool er því komið áfram í 8-liða úrslit deildabikarsins.
Harvey er átján ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Manchester United og Liverpool. Þegar hann var tólf ára fór hann frá Manchester og fór í unglingastarf Liverpool.
Marley var einnig í akademínunni hjá Liverpool, hann er fjórum árum eldri en Harvey.
Athugasemdir