Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Andri Fannar tapaði í Bilbao
Lazio og Athletic á toppinum
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Getty Images
Átta leikjum er lokið í Evrópudeildinni í dag þar sem áhugaverð úrslit litu dagsins ljós.

Lazio og Athletic Bilbao verma toppsæti deildarkeppninnar eftir fyrri leiki dagsins. Lazio gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á sínum eigin heimavelli á meðan Athletic vann auðveldan sigur á Elfsborg.

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg en tókst ekki að stöðva Nico Williams, Gorka Guruzeta og félaga í 3-0 tapi.

Í næstu sætum þar fyrir neðan koma Anderlecht og Galatasaray eftir jafnteflisleiki. Anderlecht gerði 2-2 jafntefli við Porto á meðan Galatasaray náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar.

Galeno og Fabio Vieira komu Porto yfir í tvígang gegn Anderlecht en í bæði skiptin náðu Belgarnir að jafna. Victor Osimhen skoraði jöfnunarmarkið fyrir Galatasaray eftir stoðsendingu frá Dries Mertens, sem lék einnig fyrir Napoli á sínum tíma.

Besiktas tapaði þá óvænt gegn Maccabi Tel Aviv er liðin mættust á hlutlausum leikvangi í Ungverjalandi, á meðan Lyon lagði Qarabag auðveldlega að velli.

Dynamo Kyiv tapaði fyrir Viktoria Plzen á sama tíma og PAOK sigraði RFS í Lettlandi.

Athletic Bilbao 3 - 0 Elfsborg
1-0 Adama Boiro ('6 )
2-0 Benat Prados Diaz ('24 )
3-0 Gorka Guruzeta ('54 )

AZ Alkmaar 1 - 1 Galatasaray
1-0 Sven Mijnans ('2 )
1-1 Victor Osimhen ('43 )
Rautt spjald: Kees Smit, AZ ('90)

Besiktas 1 - 3 Maccabi Tel Aviv
0-1 Gavriel Kanichowsky ('23 )
1-1 Rafa ('38 )
1-2 Dor Peretz ('45 )
1-2 Ciro Immobile ('71 , Misnotað víti)
1-3 Weslley Patati ('81 )

Dynamo Kyiv 1 - 2 Plzen
0-1 Matej Vydra ('55 )
1-1 Vladislav Kabaev ('90 )
1-2 Pavel Sulc ('90 )

Lazio 0 - 0 Ludogorets

Qarabag 1 - 4 Lyon
0-1 Georges Mikautadze ('15 )
0-2 Corentin Tolisso ('63 )
0-3 Malick Fofana ('68 )
0-4 Georges Mikautadze ('80 )
1-4 Juninho ('88 , víti)

Rigas FS 0 - 2 PAOK
0-1 Kiril Despodov ('2 )
0-2 Fedor Chalov ('59 )

Anderlecht 2 - 2 Porto
0-1 Wenderson Galeno ('24 , víti)
1-1 Tristan Degreef ('52 )
1-2 Fabio Vieira ('83 )
2-2 Francis Amuzu ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner