Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Aron áfram hjá Vestra (Staðfest)
Eiður er lykilmaður í vörn Vestra.
Eiður er lykilmaður í vörn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri tilkynnti rétt í þessu að Eiður Aron Sigurbjörnsson hefði endursamið við félagið og er hann nú samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.

Eiður nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Vestra eftir að tímabilinu lauk og skoðaði í kringum sig. Niðurstaðan varð sú að hann endursamdi fyrir vestan. Samúel Samúelsson hjá Vestra sagði frá því fyrr í þessum mánuði að félagið myndi ekki bjóða Eiði Aroni samning strax en þegar leið á mánuðinn fóru viðræður um áframhald af stað.

Eiður var valinn besti leikmaður Vestra á tímabilinu. Liðið endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði.

Hann er 34 ára miðvörður sem hefur spilað með ÍBV, Örebro, Sandnes Ulf, Holstein Kiel, Val og Vestra á sínum ferli. Hann lék árið 2019 leik með A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner