Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
banner
   mið 27. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Síðustu vikur þær verstu á þjálfaraferli Guardiola
Mynd: EPA
Síðustu vikur hafa verið þær verstu á 17 ára þjálfaraferli Pep Guardiola en í fyrsta sinn á ferlinum tókst liði hans ekki að vinna leik eftir að hafa komist í þriggja marka forystu.

Guardiola var að stýra sínum 942. leik á ferlinum. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá varaliði Barcelona árið 2007 áður en hann tók við aðalliðinu sem hann gerði að besta liði heims á þeim fjórum árum sem hann stýrði því.

Hann stýrði Bayern München í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City en aldrei áður hafði það gerst að lið hans hafi mistekist að vinna leik eftir að hafa komist þremur mörkum yfir.

Man City komst í 3-0 snemma í síðari hálfleik en Feyenoord tókst að skora þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungnum eftir röð mistaka og lokatölur því 3-3.

Á dögunum tapaði Man City fimmta leik sínum í röð en það var einnig í fyrsta sinn á ferli hans sem lið hans gerir slíkt. Afar slæmur kafli hjá Guardiola sem gæti versnað en liðið heimsækir Liverpool á Anfield á sunnudag.

Man City er átta stigum frá toppsætinu og gæti þá mögulega þurft að fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner